Að kunna til verka 2. desember 2008 06:00 Bolli Valgarðsson skrifar um upplýsingagjöf Fréttir í breskum fjölmiðlum af því að meira en 100 opinberar stofnanir, svo sem sveitarfélög, lögregluumdæmi, opinber samgöngufyrirtæki og fleiri aðilar þar í landi hefðu lagt peninga á íslenska bankareikninga og ef til vill tapað nærri tvö hundruð milljörðum íslenskra króna á ævintýrinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin þar í landi hafa tekið upp samstarf á sviði almannatengsla og hagsmunagæslu. Er meginmarkmiðið með samstarfinu að halda almenningi og hagsmunaaðilum upplýstum um stöðu mála og ekki síst að leiðrétta sögusagnir sem ekki eiga við rök að styðjast. Slíkar fréttir eru einmitt fyrirferðarmiklar í umræðunni að sögn talsmanns Sambanda breskra sveitarfélaga (LGA). Þetta kemur fram í tímaritinu PR-Week, sem gefið er út í Bretlandi og dreift til áskrifenda um allan heim. Á vegum sambands bresku sveitarfélaganna er nú að störfum fjölmennt teymi almannatengslaráðgjafa, sem annast samskipti við fjölmiðla (media relations) og hafa ráðgjafarnir sett saman sérstaka áætlun til að tryggja samhæfða upplýsingamiðlun allra hlutaðeigandi aðila. Einnig er að störfum annað teymi ráðgjafa á sviði opinberrar hagsmunagæslu (public affairs) og er hlutverk þess hóps að dreifa upplýsingum til ráðamanna, svo sem sveitarstjórnarmanna, þingmanna, þingnefnda og ráðuneyta. Markmiðið er að upplýsa um stöðu mála á hverjum tíma. Upplýsingafulltrúi LGA, Richard Stokoe sagði nýlega í viðtali að á rúmum sólarhring (eftir að fréttir fóru að berast af fjárhagstjóni bresku sveitarfélaganna) hefðu nærri 100 manns hringt á LGA til að afla upplýsinga. Athyglisvert var að í langflestum tilvikum var kveikjan að samtölunum sögusagnir sem ekki áttu við rök að styðjast. Símtölin gáfu fjölmiðlateyminu því kærkomið tækifæri til að miðla til fjölmiðlanna réttum upplýsingum. Stokoe nefndi sem dæmi frétt í The Independent þar sem sagði af þúsundum opinberra starfsmanna sem fengju ekki lengur greidd laun vegna örlaga íslensku bankanna. Fréttin átti ekki við nein rök að styðjast og þrátt fyrir að ekki væri vitað hvaðan fréttin væri komin vildi LGA koma þeim skilaboðum á framfæri að allar fréttir væru teknar alvarlega og þeim svarað á ábyrgan hátt þannig að almenningur gæti treysti þeim upplýsingum sem viðkomandi yfirvöld hefðu fram að færa. Þær stofnanir sem löskuðust af hruni bankanna starfrækja nú upplýsingadeildir til að annast samskipti við fjölmiðla og miðla jafnóðum réttum og faglegum upplýsingum til almennings í samræmi við leiðbeiningar frá LGA. Talsmaður Kent County sýslu, Jane Clark, segir að umfjöllun fjölmiðla sé nú að mestu leyti ábyrg og hrósar hún þeim fyrir að birta viðbrögð frá opinberum aðilum við fréttum sem ekki eiga við rök að styðjast. Eru þessi faglegu vinnubrögð Bretanna ekki dæmi um það sem opinberir aðilar hér á landi gætu tileinkað sér í ríkari mæli en hingað til hefur tíðkast? Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Bolli Valgarðsson skrifar um upplýsingagjöf Fréttir í breskum fjölmiðlum af því að meira en 100 opinberar stofnanir, svo sem sveitarfélög, lögregluumdæmi, opinber samgöngufyrirtæki og fleiri aðilar þar í landi hefðu lagt peninga á íslenska bankareikninga og ef til vill tapað nærri tvö hundruð milljörðum íslenskra króna á ævintýrinu hefur leitt til þess að sveitarfélögin þar í landi hafa tekið upp samstarf á sviði almannatengsla og hagsmunagæslu. Er meginmarkmiðið með samstarfinu að halda almenningi og hagsmunaaðilum upplýstum um stöðu mála og ekki síst að leiðrétta sögusagnir sem ekki eiga við rök að styðjast. Slíkar fréttir eru einmitt fyrirferðarmiklar í umræðunni að sögn talsmanns Sambanda breskra sveitarfélaga (LGA). Þetta kemur fram í tímaritinu PR-Week, sem gefið er út í Bretlandi og dreift til áskrifenda um allan heim. Á vegum sambands bresku sveitarfélaganna er nú að störfum fjölmennt teymi almannatengslaráðgjafa, sem annast samskipti við fjölmiðla (media relations) og hafa ráðgjafarnir sett saman sérstaka áætlun til að tryggja samhæfða upplýsingamiðlun allra hlutaðeigandi aðila. Einnig er að störfum annað teymi ráðgjafa á sviði opinberrar hagsmunagæslu (public affairs) og er hlutverk þess hóps að dreifa upplýsingum til ráðamanna, svo sem sveitarstjórnarmanna, þingmanna, þingnefnda og ráðuneyta. Markmiðið er að upplýsa um stöðu mála á hverjum tíma. Upplýsingafulltrúi LGA, Richard Stokoe sagði nýlega í viðtali að á rúmum sólarhring (eftir að fréttir fóru að berast af fjárhagstjóni bresku sveitarfélaganna) hefðu nærri 100 manns hringt á LGA til að afla upplýsinga. Athyglisvert var að í langflestum tilvikum var kveikjan að samtölunum sögusagnir sem ekki áttu við rök að styðjast. Símtölin gáfu fjölmiðlateyminu því kærkomið tækifæri til að miðla til fjölmiðlanna réttum upplýsingum. Stokoe nefndi sem dæmi frétt í The Independent þar sem sagði af þúsundum opinberra starfsmanna sem fengju ekki lengur greidd laun vegna örlaga íslensku bankanna. Fréttin átti ekki við nein rök að styðjast og þrátt fyrir að ekki væri vitað hvaðan fréttin væri komin vildi LGA koma þeim skilaboðum á framfæri að allar fréttir væru teknar alvarlega og þeim svarað á ábyrgan hátt þannig að almenningur gæti treysti þeim upplýsingum sem viðkomandi yfirvöld hefðu fram að færa. Þær stofnanir sem löskuðust af hruni bankanna starfrækja nú upplýsingadeildir til að annast samskipti við fjölmiðla og miðla jafnóðum réttum og faglegum upplýsingum til almennings í samræmi við leiðbeiningar frá LGA. Talsmaður Kent County sýslu, Jane Clark, segir að umfjöllun fjölmiðla sé nú að mestu leyti ábyrg og hrósar hún þeim fyrir að birta viðbrögð frá opinberum aðilum við fréttum sem ekki eiga við rök að styðjast. Eru þessi faglegu vinnubrögð Bretanna ekki dæmi um það sem opinberir aðilar hér á landi gætu tileinkað sér í ríkari mæli en hingað til hefur tíðkast? Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar