Fleiri fréttir

Ábyrgð Samfylkingarinnar

Hallgrímur Helgason skrifar

Með hverjum deginum sem líður síast inn sú furða og sú staðreynd að hér hefur land verið sett á hvolf og enn hefur ekki nokkur maður sagt af sér. Þeir sem blésu upp þá bankabólu sem sprakk svo illa framan í þjóðina eru reyndar flestir flúnir ofan í sínar vel fóðruðu matarholur en þeir og þau sem áttu að hemja vandann sitja enn.

Sterk ímynd Íslands er hrunin

Ímynd og ásjóna Íslands er hrunin. Traust á Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum er fokið út í veður og vind. Trúverðugleikinn, sem var sterkur, er ekki upp á marga fiska.

Hvað skulda útgerðarfyrirtæki?

Það er mjög mikilvægt að fá að vita hver staðan er í sjávarútvegi hér á landi, til þess að gera sér grein fyrir ástandi mála. Hvorki sjávarútvegsráðherra né framkvæmdastjóri LÍÚ virðast þess umkomnir að veita svör við þessari spurningu, en ég hefi margsinnis spurt ráðherra á þinginu en sá hinn sami komið sér hjá svörum.

Aðsteðjandi krónubréfavandi

Eigendur krónubréfa bíða nú tækifæris að flytja ca 400 milljarða króna úr landi á gengi sem verður langtum óhagstæðara en markaðsgengi í ágústbyrjun (ca $1=80 kr.). Af líkum má ráða að trúverðugleika íslenzkra stjórnvalda og hagstjórnarstefnu þeirra bíði hliðstætt gengishrun meðal krónubréfafjárfesta eftir opnun gjaldeyrisviðskipta.

Dagur eftir þennan dag

Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum.

Grænar ferðir

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Í gær var samþykkt einróma í borgarstjórn stefna borgarinnar í samgöngumálum starfsmanna og fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar. Grænar ferðir er stefna sem hefur áhrif á ferðamáta starfsmanna borgarinnar. Reykjavíkurborg vill með þessu sýna fordæmi með því að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi sinni.

Þriðju stoðinni slegið upp á ný

Undanfarið hefur borið á umræðu um sprotafyrirtæki og mikilvægi þess að styrkja atvinnulífið. Í þeim efnum er vert að koma á framfæri nokkrum þáttum um hugbúnaðariðnaðinn.

Hagvöxtur og hamingja

Þóra Helgadóttir skrifar

Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri.

Ný þöggunarstefna?

Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar

Skyndilega er farið að glitta í þöggunarstefnu í umræðunni um Ísland og Evrópu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að efna til vinnu á vegum nefndar sem skoðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu, þá bregst annar ritstjóra Fréttablaðsins, Jón Kaldal, svo við að hann nefnir það fum og máttleysi. Hans sjónarmið er greinilega það að umræða um Evrópumálin eigi ekki að fara fram með lýðræðislegum og opnum hætti.

Wa-Mu aðferðin

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Tilkynnt var í gær, vonum seinna, um samkomulag við Breta, Hollendinga og aðrar þjóðir Evrópusambandsins um lyktir Icesave-málsins, einhverrar harðvítugustu milliríkjadeilu í sögu þjóðarinnar.

Hver á að segja af sér?

Óhætt er að segja að fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson, hafi brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu með afsögn sinni sem þingmaður þann 11. nóvember 2008.

Er hetja á Alþingi?

Við lýðræðislegar kosningar framselja menn rétt sinn til að stjórna samfélaginu til annarra, og þessir aðrir eru upp frá því ábyrgir fyrir hinu framselda valdi. Kjósandinn framselur sína ábyrgð á að stjórna að miklum hluta til þess sem er í framboði.

Brot á stjórnarskrá

Verðtryggðar skuldir heimilanna eru nú rúmir 1.400 milljarðar króna og hækka um tugi milljarða um hver mánaðamót. Seðlabankinn spáir að verðbólga aukist enn og fari yfir 20% í upphafi næsta árs.

Þjóðréttarlegar skuldbindingar

Ríkisstjórn Íslands hefur lýst því yfir að innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verði tryggðar að fullu.

Nútímaleg lausn

Mikil tíðindi felast í niðurstöðu samráðshóps um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Sú sátt sem náðist um niðurstöðuna bindur enda á áratugalangar deilur um gatnamótin. Margar útfærslur hafa verið kynntar fyrir borgarbúum og mislæg gatnamót á þessum stað hafa rokkað inn og út af aðalskipulagi, eftir því hvaða flokkar hafa verið við völd.

Grundvöllur lýðræðis

Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september.

Mitt framlag í aðgerðarpakka

Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Mér líður eins og ljóni í búri. Allt er á hreyfingu, hreyfingu niður á við. Mér líður eins og ljóni í búri vegna þess að ég hef næga orku til athafna en finns ég ekki vera í aðstöðu til að gera nokkurn skapaðan hlut.

Endurreisnin hafin

Ragnheiður Hergeirsdóttir skrifar

Sveitarfélagið Árborg og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands stóðu nýlega fyrir fundi með atvinnurekendum í Árborg til að fara yfir stöðu mála í ljósi efnahagsástandsins. Í greiningu sem unnin var af CreditInfo Ísland kom í ljós að vandi fyrirtækja í Árborg er mikill.

Horft fram á veginn

Finnur Sveinbjörnsson skrifar

Íslenska þjóðin gengur nú í gegnum mikinn ólgusjó. Atvinnulíf og heimili í landinu hafa orðið fyrir miklu áfalli. Við erum ekki fyrsta þjóðin sem gengur í gegnum alvarlega fjármálakreppu. Aðrar þjóðir hafa lent í svipuðum hremmingum og unnið sig út úr þeim. Það munum við einnig gera. Til þess þarf þó að ná sátt við alþjóðasamfélagið.

Verðtryggð lán - hvað er til ráða?

Grein mín í blaðinu 3. nóv. sl. um verðtryggingu varð lesanda tilefni til umsagnar. Spurði hann hvaða umbætur ég legði til. Án raunhæfra viðbragða við aðsteðjandi greiðsluþroti fjölda einstaklinga vegna verðtryggðra húsnæðis- og námslána er sjálfgefið að aðgerðaáætlun stjórnvalda og IMF muni ekki ná tilætluðum árangri. Svar mitt er því þetta:

Þjóðnýting Glitnis

Björn Ingi Hrafnsson skrifar

Þegar gjörningaveðrið í tengslum við efnahagskreppuna á Íslandi sem hófst seinni hluta árs 2008 verður síðar skoðað í sögulegu samhengi, er engum vafa undirorpið að margir munu staldra við þau tíðindi er þriðji stærsti banki landsins, Glitnir, var þjóðnýttur með afar óvæntum hætti í lok september það ár.

Horfumst í augu við hinn nýja veruleika

Joseph Stiglitz skrifar

Það hægir á hjólum efnahagslífins um allan heim; efnahagslægðin verður að líkindum sú versta í aldarfjórðungm jafnvel síðan í Kreppunni miklu. Þessi fjármálakreppa var „búin til í Bandaríkjunum" í fleiri en einum skilningi.

Fjárfestum í mannréttindum

Undanfarið höfum við orðið vitni að miklum sviptingum á fjármálamörkuðum og teikn eru á lofti um efnahagsþrengingar og spurningar vakna um áhrif þeirra á líf og afkomu fólks. Mikil reiði hefur ríkt hér á landi í kjölfar frystingar eigna íslensks fjármálafyrirtækis í Bretlandi. Reiðin tengist því að aðgerðirnar voru heimilaðar á grundvelli hryðjuverkalaga.

Við þurfum nýja byrjun

Jón Sigurðsson skrifar

Þjóðin kallar eftir skýringum um þá herfilegu atburði sem gerst hafa í íslensku viðskiptalífi. Við erum mörg sem berum ábyrgð á forsendum og aðdraganda þeirra. Nú þarf að rannsaka öll þessi mál á hlutlægan hátt og síðan að stokka öll samfélagsspilin. Við þurfum nýtt forystulið, ný andlit og ný nöfn. Við þurfum nýja byrjun og nýja stefnu. Við sem erum ábyrg eigum að hjálpa til en getum ekki tekið forystuhlutverk nema með sérstöku endurnýjuðu umboði.

Hvernig er heimur barnsins þíns?

Hlín Böðvarsdóttir skrifar

Sem foreldrar könnumst við vel við þá tilfinningu að við vitum ekki alveg hvað er að gerast í heimi barnanna okkar og sama hvað við reynum þá heltumst við fljótlega úr lestinni. Þegar við náum loksins að skilja styttingar á msn og sms flóðinu þá koma nýjar styttingar, þegar við höfum loksins lært einn texta hjá einum rappara þá er hann kominn úr tísku og við höfum ekki einu sinni vogað okkur inn á hinar órannsökuðu brautir internetsins! Hvað getum við gert?

Blekkingar Andra Snæs

Tómas Már Sigurðsson skrifar

Andri Snær Magnason birti grein í Fréttablaðinu laugardaginn 18. október, þar sem hann ræðir um útflutningstekjur af áli, einkum frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Þar ræðir hann meðal annars um það sem hann kallar „alvarlegar blekkingar" sem beitt sé, þegar sagt er að útflutningstekjur fyrir ál sem flutt er út frá Fjarðaáli séu 70 milljarðar íslenskra króna. Sjálfur gerir Andri Snær sig sekan um stórfelldar blekkingar í greininni og ekki stendur steinn yfir steini í röksemdafærslu hans.

Segjum atvinnuleysi stríð á hendur

Þór Sigfússon skrifar

Látum engan segja okkur að hér þurfi að koma til stórfellds atvinnuleysis þar sem tugir þúsunda manna ganga um atvinnulausir. Segjum atvinnuleysi stríð á hendur. Það ríkir alger einhugur meðal atvinnurekenda og launþega um að varðveita það samfélag sem hér hefur byggst upp og standa saman um að sem flestar vinnufærar hendur hafi eitthvað fyrir stafni. Þannig höldum við góðri vinnumenningu hérlendis sem atvinnulífið og samfélagið allt hafa mikinn hag af.

Quo Vadis - Hvert stefnir þú, Ísland?

Micheal Porter og Christian Ketels skrifar

Fyrir réttum tveimur árum urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að heimsækja Ísland til að greina samkeppnishæfni í samstarfi við íslenska fræðimenn. Samkeppnishæfni, sem endurspeglar skilvirkni atvinnulífs á hverjum stað, er þungamiðja rannsókna okkar því velmegun þjóða og svæða er í beinu sambandi við samkeppnishæfni þeirra.

Skuldadagar

Heimilin í landinu hafa legið undir ámælum fyrir skuldasöfnun síðustu árin og sligast nú mörg hver undan byrðinni. Sumir eiga eflaust gagnrýnina skilið.

Stúdentatíð í kreppuhríð

Björg Magnúsdóttir skrifar

Aktívisminn blómstrar, fólk flykkist út á götu og tún til að mótmæla seðlabankastjóra, verri kjörum, auknu atvinnuleysi í landinu og almennar bollaleggingar eru daglegt brauð. Stúdentar sitja ekki flötum beinum í þannig árferði enda væri slíkt á skjön við þá iðandi flóru sem Háskólann fyllir og framtíðarlandið byggir.

Hlúum að íslenskri hönnun

Eyjólfur Pálsson skrifar

Íslensk hönnun, gæði hennar og velgengni, hefur verið mér hugleikin um langt árabil. Íslenskum hönnuðum fjölgar jafnt og þétt.

Rifjum upp gleymda atburði

Sjaldan hefur verið meiri ástæða til að lyfta sér upp og gera sér glaðan dag með það að markmiði að gleyma um stund þeim hremmingum sem landsmenn glíma nú við.

Gagnslaus peningahít

Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar

Mikil aukning hefur verið í framlögum ríkisvaldsins til svokallaðra „varnarmála“ síðustu ár. Framlög hafa farið úr 350 milljónum árið 2007 í rúmar 1.400 milljónir á fjárlögum fyrir næsta ár. Þrátt fyrir þessi miklu fjárútlát standa Íslendingar varnarlausir gagnvart hörmungum efnahagskreppunnar.

Verðtrygging

Gunnar Tómasson skrifar

Árið 1983 var vísitölutrygging launa afnumin til að koma böndum á óðaverðbólgu sem keyrð var áfram af útlánaþenslu bankanna og tvíefld með samspili vísitölutryggðra launa og verðtryggðra lána. Hins vegar var ekki snert við verðtryggingunni. Þá um haustið spurði ég þáverandi fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, hvers vegna verðtrygging lána hefði ekki verið afnumin. Albert svaraði að ráðgjafar stjórnvalda hefðu mælt gegn því þar sem verðtrygging væri samningsbundin. Líkt og vísitölutrygging launa!

Öfgafullum hagsveiflum verður að linna

Hermann Guðmundsson skrifar

Það er örugglega að bera í bakkafullan lækinn að rita grein um efnahagsmál. Ég ákvað samt að gera það út frá einföldum sjóndeildarhring atvinnurekanda og verkefnum hans. Að einhverju leyti er þetta til eigin nota og að einhverju leyti er ég að skrifa mig frá þessum hugsunum.

Fjölskyldur í forgang

Verð á nauðsynjum hækkar, launin lækka og atvinnuleysi knýr dyra. Langtímalán þenjast út um leið og verðgildi húsnæðis hríðfellur. Helmings hækkun stýrivaxta gerir horfurnar enn dekkri.

Evróputrúboðið

Í janúar sl. ritaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni Sjúkt og ósjálfbært efnahagskerfi. Þar benti ég á fjölmörg teikn um aðsteðjandi kreppu og sagði m.a.: „En kreppa samtengds fjármála- og efnahagskerfis heimsins er langtum djúpstæðari en atburðir síðustu mánaða vitna um. Driffjöður þessa kerfis er neysla og ofurneysla á Vesturlöndum þvert ofan í þá vitneskju sem fyrir liggur um áhrifin á umhverfið og heilsu manna í þokkabót. Hnattvædda efnahagskerfið sem innleitt var í núverandi mynd með hömlulausum rafrænum fjármagnsflutningum fyrir 15-20 árum er orðið að meinvætti sem seint verður ráðið við, ef bábyljan um óskeikulleika markaðarins verður höfð að leiðarljósi.“ Þróunin það sem af er þessu ári hefur því miður staðfest svörtustu hrakspár. Ráðamenn og almenningur sitja nú yfir brunarústum vængbrotins efnahagskerfis og þörfin fyrir endurmat og nýja hugsun er brýn.

Sjá næstu 50 greinar