Engin kreppa á Akureyri 29. nóvember 2008 05:00 Hjörleifur Hallgrímsson skrifar um fjármál Akureyrarbæjar Satt að segja bjóst ég ekki við því að ég yrði útilokaður frá því að skrifa greinar í blaðið Vikudag hér á Akureyri og er ég spurði ritstjórann, Kristján Kristjánsson, hverju þetta sætti svaraði hann: Þú ert búinn með kvótann, Hjörleifur. Ég hafði skrifað nokkrar greinar í Vikudag á árinu og í sumum þeirra hafði ég verið gagnrýninn á störf meirihluta bæjarstjórnar en ekki svo að ég yrði sviptur ritfrelsi eins og í einræðisríki væri. Hafa ekki allir leyfi til að gagnrýna? Mér þótti þetta táknrænt vegna þess að undirritaður stofnsetti og rak Vikudag í u.þ.b. 10 ár og var ritstjóri blaðsins síðustu árin, en það skiptir svo sem engu máli héðan í frá, ég bara hugsa til þess að samkvæmt samningi þegar ég seldi Vikudag má ég byrja að gefa út sjálfur um nk. áramót. Að þessu slepptu datt mér í hug að í öllu fjármálaruglinu, sem gengið hefur yfir þjóðina að undanförnu, yrði eitthvað slegið af hér á Akureyri en það ber lítið á því. Nýlega var kosin stjórn fyrir menningarhúsið Hof, en áætlaður byggingarkostnaður var 1,2 milljarðar, en fer líklega í 4 milljarða, og eftir frétt Vikudags að dæma fær formaðurinn 120 þúsund kr. á mánuði og aðrir í stjórn 60 þúsund kr. á mánuði. Allt er þetta fólk á launum annars staðar og formaðurinn trúlega á góðum launum. Þá var ráðinn framkvæmdastjóri fyrir batteríið en ekki hefur enn fengist uppgefið hve háum launum þar verður úthlutað, en fréttir herma að það verði vart undir 500 – 600 þúsundum á mánuði. Og ég spyr, hvað er þarna í gangi? Ekkert hefur heyrst frá meirihluta bæjarstjórnar um að til standi að lækka laun hjá bæjarstarfsmönnum, að minnsta kosti þeim launahærri, en talið er að sumir deildarstjórar og sviðsstjórar séu með hátt í 1 milljón á mánuði og tekjuhæstu aðalmenn í bæjarstjórn voru með yfir 5 milljónir fyrir árið 2007 og eru í fullu starfi þar fyrir utan og sumir með mjög góð laun. Mér datt þetta í hug þegar fréttir berast af sveitarstjórnarmönnum utan af landi sem eru að gefa mismikið eftir af launum sínum til sinna sveitarfélaga. En það virðast vera nægir peningar til hjá Akureyrarbæ þar sem í ofanálag er lítið um að frestað sé framkvæmdum. Það eina verulega sem frést hefur af er stöðvun uppbyggingar á KA-svæðinu, enda með fullu samþykki formanns félagsins. Af öðrum framkvæmdum má nefna að uppbygging íþróttasvæðisins á Þórsvellinum er í fullum gangi fyrir um 1 milljarð kr. en átti að kosta innan við 500 milljónir, Naustaskóli er áætlaður um 2 milljarðar og íþróttahús við Giljaskóla fyrir um 1 milljarð kr. svo eitthvað sé nefnt. Meðan á öllu þessu gengur virðast engir peningar vera settir í gatnaframkvæmdir. Til marks um ófremdarástandið í þeim málum er að úttekt var gerð á 50 götum í Akureyrarbæ og fengu þær einkunn frá því að vera slæmar upp í ófærar. Ekki má gleyma því að á sama tíma ætlar meirihluti bæjarstjórnar (íhald og Samfylking) að vera með þrjá bæjarstjóra á kjörtímabilinu með auðvitað tilheyrandi stórauknum kostnaði. Það virðast vera til nægir peningar í ákveðin gæluverkefni og maður spyr sig er ekki eitthvað athugavert við forgangsröðunina? En þess ber að geta að skipulagsmálin hjá Akureyrarbæ hafa aldrei verið sterkasta hliðin og bera dómsmálin,sem bærinn hefur tapað, því best vitni. Íhaldið og Samfylkingin eiga víðar umdeilanlega samleið en í landsstjórninni. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Hjörleifur Hallgrímsson skrifar um fjármál Akureyrarbæjar Satt að segja bjóst ég ekki við því að ég yrði útilokaður frá því að skrifa greinar í blaðið Vikudag hér á Akureyri og er ég spurði ritstjórann, Kristján Kristjánsson, hverju þetta sætti svaraði hann: Þú ert búinn með kvótann, Hjörleifur. Ég hafði skrifað nokkrar greinar í Vikudag á árinu og í sumum þeirra hafði ég verið gagnrýninn á störf meirihluta bæjarstjórnar en ekki svo að ég yrði sviptur ritfrelsi eins og í einræðisríki væri. Hafa ekki allir leyfi til að gagnrýna? Mér þótti þetta táknrænt vegna þess að undirritaður stofnsetti og rak Vikudag í u.þ.b. 10 ár og var ritstjóri blaðsins síðustu árin, en það skiptir svo sem engu máli héðan í frá, ég bara hugsa til þess að samkvæmt samningi þegar ég seldi Vikudag má ég byrja að gefa út sjálfur um nk. áramót. Að þessu slepptu datt mér í hug að í öllu fjármálaruglinu, sem gengið hefur yfir þjóðina að undanförnu, yrði eitthvað slegið af hér á Akureyri en það ber lítið á því. Nýlega var kosin stjórn fyrir menningarhúsið Hof, en áætlaður byggingarkostnaður var 1,2 milljarðar, en fer líklega í 4 milljarða, og eftir frétt Vikudags að dæma fær formaðurinn 120 þúsund kr. á mánuði og aðrir í stjórn 60 þúsund kr. á mánuði. Allt er þetta fólk á launum annars staðar og formaðurinn trúlega á góðum launum. Þá var ráðinn framkvæmdastjóri fyrir batteríið en ekki hefur enn fengist uppgefið hve háum launum þar verður úthlutað, en fréttir herma að það verði vart undir 500 – 600 þúsundum á mánuði. Og ég spyr, hvað er þarna í gangi? Ekkert hefur heyrst frá meirihluta bæjarstjórnar um að til standi að lækka laun hjá bæjarstarfsmönnum, að minnsta kosti þeim launahærri, en talið er að sumir deildarstjórar og sviðsstjórar séu með hátt í 1 milljón á mánuði og tekjuhæstu aðalmenn í bæjarstjórn voru með yfir 5 milljónir fyrir árið 2007 og eru í fullu starfi þar fyrir utan og sumir með mjög góð laun. Mér datt þetta í hug þegar fréttir berast af sveitarstjórnarmönnum utan af landi sem eru að gefa mismikið eftir af launum sínum til sinna sveitarfélaga. En það virðast vera nægir peningar til hjá Akureyrarbæ þar sem í ofanálag er lítið um að frestað sé framkvæmdum. Það eina verulega sem frést hefur af er stöðvun uppbyggingar á KA-svæðinu, enda með fullu samþykki formanns félagsins. Af öðrum framkvæmdum má nefna að uppbygging íþróttasvæðisins á Þórsvellinum er í fullum gangi fyrir um 1 milljarð kr. en átti að kosta innan við 500 milljónir, Naustaskóli er áætlaður um 2 milljarðar og íþróttahús við Giljaskóla fyrir um 1 milljarð kr. svo eitthvað sé nefnt. Meðan á öllu þessu gengur virðast engir peningar vera settir í gatnaframkvæmdir. Til marks um ófremdarástandið í þeim málum er að úttekt var gerð á 50 götum í Akureyrarbæ og fengu þær einkunn frá því að vera slæmar upp í ófærar. Ekki má gleyma því að á sama tíma ætlar meirihluti bæjarstjórnar (íhald og Samfylking) að vera með þrjá bæjarstjóra á kjörtímabilinu með auðvitað tilheyrandi stórauknum kostnaði. Það virðast vera til nægir peningar í ákveðin gæluverkefni og maður spyr sig er ekki eitthvað athugavert við forgangsröðunina? En þess ber að geta að skipulagsmálin hjá Akureyrarbæ hafa aldrei verið sterkasta hliðin og bera dómsmálin,sem bærinn hefur tapað, því best vitni. Íhaldið og Samfylkingin eiga víðar umdeilanlega samleið en í landsstjórninni. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun