Háskalegt óréttlæti Benedikt Sigurðsson skrifar 5. desember 2008 05:00 Verðmæti íslensku krónunnar hefur verið stórlega ofmetið um margra missera skeið. Eignaverðsbólan var keyrð áfram með glæpakenndu viðskiptalíkani fjárfestingarfélaga og einkavinavæddra banka. Þar voru stundaðir viðskiptahættir sem minna óhuggulega mikið á ENRON skandalinn fræga. Hrun efnahagskerfis Íslands er staðreynd og engin eign sem stóð hér fyrir nokkrum vikum stenst það verðgildi sem á henni var bara í september sl. Námsmenn og húsnæðiskaupendur fengu lán sín í krónum sem ekki hafa reynst standa undir því verðgildi sem þær voru bókaðar fyrir. Allir íbúðareigendur taka á sig lækkun og tapa sem svarar 30-50% af bókuðu verðmæti á næstu 2 árum. Verðtryggingarvísitalan mun hins vegar mæla hækkun höfustóls námslána og húsnæðislána um 30% á þessum sama tíma ef ekkert er að gert. Með því er augljóst að þeir sem skulduðu 60% eða meira í húsnæðinu á miðju ári 2008 munu verða eignalausir innan tveggja ára þrátt fyrir að standa í skilum. Það er óboðlegt ef stjórnvöld bregðast ekki við þessarri fyrirséðu þróun og frysta vísitöluna til verðtryggingar við gildi 1. september 2008 eða mögulega eldra gildi. Lántakendur munu annars aldrei geta né vilja standa undir verulega þyngdum afborgunum lána sinna við þessar aðstæður og það er algerlega út í hött að ætla þeim sem skulda vegna náms og húsnæðis að greiða sérstakar „skaðabætur" (vísitöluhækkanir) til fjármagnseigenda. Með því væri beinlínis verið að skattleggja þennan hóp einan fyrir fjármálahrunið og fyrir ofmat á verðgildi íslensku krónunnar og gera þessar fjölskyldur að þrælum fjármagns sem reyndist verulega ofmetið. Sá hópur sem þetta á við um er fjölmennur og mun ekki láta bjóða sér aðgerðaleysi af hálfu stjórnvalda. Það er líka algerlega óviðunandi að forystumenn launþega og ríkisstjórnar beinlínis skrökvi því að fólki að það ógni rekstrarlegu öryggi Íbúðalánasjóðs að frysta vísitölu til verðtryggingar; þvert á móti mun nettó-afkoma Íbúðalánasjóðs ekki skerðast vegna slíkrar aðgerðar þar sem innlendar skuldbindingar sjóðsins munu lækka til jafns við minni hækkun höfuðstóls lána og greiddra verðbóta. Efnahagur sjóðsins mun því lækka - en það hefur ekkert beint samhengi við nettó rekstrarniðurstöðu sjóðsins. Ef vísitala til verðtryggingar er fryst þá munu afborganir og höfuðstóll útistandandi íbúðalána lífeyrissjóðanna ekki hækka í bili - og slíkt hægir á eignamyndun í viðkomandi sjóði. Hafi það hins vegar áhrif á greiðslugetu lífeyris þá er mikilvægt að hafa í huga að það eru 25-30 ár sem gefast til að bæta sjóðnum það upp. Einnig má hafa í huga að sjóðfélagar sem standa í skilum með sín íbúðalán munu sjálfir eiga stærri „sjálfseignarsjóð" í eigin húsnæði sem unnt er að innleysa þegar kemur að því að menn stíga út af vinnumarkaði. Hjón sem skulda á bilinu 7-12 milljónir í námslán auk húsnæðislánanna kunna að komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki nokkur skynsemi í því að taka á sig margfaldar byrðar vegna verðtryggingarinnar. Við þær aðstæður skapast hætta á greiðslufalli hjá Íbúðalánasjóði og þá verður jafnframt markaðshrun sem gerir þeim sem standa í skilum algerlega óbærilegt að lifa við misrétti verðtryggingarinnar. Vaxandi hætta er á að öflugur hópur fólks á góðum aldri hverfi nú úr landi. Sá hópur er einmitt foreldrar kynslóðanna sem við höfum væntingar um að standi undir framtíðarefnahag íslensku þjóðarinnar. Án þeirra megum við ekki vera við uppbygginguna úr rústum hins hrunda Íslands. Leigufélög og húsnæðissamvinnufélög með verðtryggðar skuldbindingar munu eiga það á hættu að verðfallinn markaður með offramboð á húsnæði undirbjóði þeirra rekstur. Slíkt mun aftur leiða til þess að Íbúðalánasjóður og fleiri opinberir aðilar verða þvingaðir til að fara inn á húsnæðismarkaðinn með íhlutandi hætti: með því að afskrifa hluta lána eða með því hreinlega að leysa til sín húsnæði í áður óþekktum skala. „Kreppuleiðrétting" á fasteignaverði - samfara gengisfalli krónunnar mundi lenda með tvöföldum þunga á lántakendum ef verðtryggingarvísitalan fær að mæla óhindrað. Lögbundin verðtrygging lána raskar jafnræði lántakenda og fjármagnseigenda þannig að áhættan fellur með tvöföldum þunga á skuldarann á meðan fjármagnið bíður eftir uppbótum í formi vísitöluhækkunar á lán og gerir fjármagnseigendur og fjármálafyrirtækin nánast ónæm fyrir verðbólgunni og hruni krónunnar. Nú mun sjást hvort jafnaðarmenn í Samfylkingunni standa undir nafni eða hvort þeir hafa orðið villukenningum fjármagnsaflanna að bráð. Frystum verðtryggingarvísitöluna strax og leggjum jafnhliða upp tímasett plan inn í framtíðarmyntina með samkomulagi við EVRU-þjóðirnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Búseta á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Verðmæti íslensku krónunnar hefur verið stórlega ofmetið um margra missera skeið. Eignaverðsbólan var keyrð áfram með glæpakenndu viðskiptalíkani fjárfestingarfélaga og einkavinavæddra banka. Þar voru stundaðir viðskiptahættir sem minna óhuggulega mikið á ENRON skandalinn fræga. Hrun efnahagskerfis Íslands er staðreynd og engin eign sem stóð hér fyrir nokkrum vikum stenst það verðgildi sem á henni var bara í september sl. Námsmenn og húsnæðiskaupendur fengu lán sín í krónum sem ekki hafa reynst standa undir því verðgildi sem þær voru bókaðar fyrir. Allir íbúðareigendur taka á sig lækkun og tapa sem svarar 30-50% af bókuðu verðmæti á næstu 2 árum. Verðtryggingarvísitalan mun hins vegar mæla hækkun höfustóls námslána og húsnæðislána um 30% á þessum sama tíma ef ekkert er að gert. Með því er augljóst að þeir sem skulduðu 60% eða meira í húsnæðinu á miðju ári 2008 munu verða eignalausir innan tveggja ára þrátt fyrir að standa í skilum. Það er óboðlegt ef stjórnvöld bregðast ekki við þessarri fyrirséðu þróun og frysta vísitöluna til verðtryggingar við gildi 1. september 2008 eða mögulega eldra gildi. Lántakendur munu annars aldrei geta né vilja standa undir verulega þyngdum afborgunum lána sinna við þessar aðstæður og það er algerlega út í hött að ætla þeim sem skulda vegna náms og húsnæðis að greiða sérstakar „skaðabætur" (vísitöluhækkanir) til fjármagnseigenda. Með því væri beinlínis verið að skattleggja þennan hóp einan fyrir fjármálahrunið og fyrir ofmat á verðgildi íslensku krónunnar og gera þessar fjölskyldur að þrælum fjármagns sem reyndist verulega ofmetið. Sá hópur sem þetta á við um er fjölmennur og mun ekki láta bjóða sér aðgerðaleysi af hálfu stjórnvalda. Það er líka algerlega óviðunandi að forystumenn launþega og ríkisstjórnar beinlínis skrökvi því að fólki að það ógni rekstrarlegu öryggi Íbúðalánasjóðs að frysta vísitölu til verðtryggingar; þvert á móti mun nettó-afkoma Íbúðalánasjóðs ekki skerðast vegna slíkrar aðgerðar þar sem innlendar skuldbindingar sjóðsins munu lækka til jafns við minni hækkun höfuðstóls lána og greiddra verðbóta. Efnahagur sjóðsins mun því lækka - en það hefur ekkert beint samhengi við nettó rekstrarniðurstöðu sjóðsins. Ef vísitala til verðtryggingar er fryst þá munu afborganir og höfuðstóll útistandandi íbúðalána lífeyrissjóðanna ekki hækka í bili - og slíkt hægir á eignamyndun í viðkomandi sjóði. Hafi það hins vegar áhrif á greiðslugetu lífeyris þá er mikilvægt að hafa í huga að það eru 25-30 ár sem gefast til að bæta sjóðnum það upp. Einnig má hafa í huga að sjóðfélagar sem standa í skilum með sín íbúðalán munu sjálfir eiga stærri „sjálfseignarsjóð" í eigin húsnæði sem unnt er að innleysa þegar kemur að því að menn stíga út af vinnumarkaði. Hjón sem skulda á bilinu 7-12 milljónir í námslán auk húsnæðislánanna kunna að komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki nokkur skynsemi í því að taka á sig margfaldar byrðar vegna verðtryggingarinnar. Við þær aðstæður skapast hætta á greiðslufalli hjá Íbúðalánasjóði og þá verður jafnframt markaðshrun sem gerir þeim sem standa í skilum algerlega óbærilegt að lifa við misrétti verðtryggingarinnar. Vaxandi hætta er á að öflugur hópur fólks á góðum aldri hverfi nú úr landi. Sá hópur er einmitt foreldrar kynslóðanna sem við höfum væntingar um að standi undir framtíðarefnahag íslensku þjóðarinnar. Án þeirra megum við ekki vera við uppbygginguna úr rústum hins hrunda Íslands. Leigufélög og húsnæðissamvinnufélög með verðtryggðar skuldbindingar munu eiga það á hættu að verðfallinn markaður með offramboð á húsnæði undirbjóði þeirra rekstur. Slíkt mun aftur leiða til þess að Íbúðalánasjóður og fleiri opinberir aðilar verða þvingaðir til að fara inn á húsnæðismarkaðinn með íhlutandi hætti: með því að afskrifa hluta lána eða með því hreinlega að leysa til sín húsnæði í áður óþekktum skala. „Kreppuleiðrétting" á fasteignaverði - samfara gengisfalli krónunnar mundi lenda með tvöföldum þunga á lántakendum ef verðtryggingarvísitalan fær að mæla óhindrað. Lögbundin verðtrygging lána raskar jafnræði lántakenda og fjármagnseigenda þannig að áhættan fellur með tvöföldum þunga á skuldarann á meðan fjármagnið bíður eftir uppbótum í formi vísitöluhækkunar á lán og gerir fjármagnseigendur og fjármálafyrirtækin nánast ónæm fyrir verðbólgunni og hruni krónunnar. Nú mun sjást hvort jafnaðarmenn í Samfylkingunni standa undir nafni eða hvort þeir hafa orðið villukenningum fjármagnsaflanna að bráð. Frystum verðtryggingarvísitöluna strax og leggjum jafnhliða upp tímasett plan inn í framtíðarmyntina með samkomulagi við EVRU-þjóðirnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Búseta á Akureyri.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun