Nú reynir á nýsköpun í atvinnulífi 30. nóvember 2008 06:00 Á síðustu dögum hefur allt verið á fleygiferð í landi okkar. Við stöndum nú frammi fyrir miklum vanda sem verður ekki leystur nema með samheldni, baráttu og einhug. Til skamms tíma hefur verið talað um að íslenskt atvinnulíf byggist á fjórum grunnstoðum, sjávarútvegi, ferðamannaiðnaði, álframleiðslu og fjármálastarfsemi. Ljóst er að fjármálageirinn mun ekki standa undir þeim væntingum sem menn horfðu til, reyndar þvert á móti, bankar eru komnir á hausinn og nú blasir við atvinnuleysi hjá mörgu fólki, sem þar starfaði en einnig fjölmörgum öðrum, eins og til dæmis iðnaðarmönnum vegna mikils samdráttar. Nú þurfum við að horfa til annarra átta og huga að því hvað við getum gert til að reisa og efla atvinnulífið á ný. Við hljótum að hugsa um það hvort við getum ekki eflt þær atvinnugreinar sem augljóslega eiga góða möguleika. Það hefur t.d. verið ánægjulegt að horfa á jákvæða þróun í ferðamannaiðnaði og stór stökk hafa verið tekin þar síðustu ár ekki síst í tengslum við sjóstangveiði. Þó þessi grein sé orðin nokkuð stór má segja að enn megi bæta þar í, þróa og þroska hana. Í sjávarútvegi mætti renna styrkari stoðum undir nýsköpun eins og til dæmis þorskeldi og kræklingarækt. Vel mætti hugsa sér, ef veiðiheimildir yrðu auknar, að þær yrðu settar á markað og því fé sem fengist fyrir það yrði varið í þessa nýsköpun. Það er í rauninni undarlegt að við skulum ekki selja krækling fyrir milljónir til Evrópu því neyslan þar mælist í hundruðum þúsunda tonna. Við hljótum líka að velta því fyrir okkur hvort ekki sé hægt að koma á fót verksmiðju sem framleiðir vörur úr áli eins og t.d. háspennulínur, en mikið af áli er notað í þær. Þannig væri hægt að auka arðsemi þeirrar álframleiðslu sem fyrir er í landinu, svo dæmi sé tekið. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvernig bændur hafa lagt í ýmsa nýbreytni eins og til dæmis með verkefninu „Beint frá býli". Þá hefur staða krónunnar stóraukið möguleika landbúnaðarins til útflutnings á frábærum matvælum sem við erum stolt af. Sú þjóð sem stendur frammi fyrir því að stokka upp spilin og endurmeta gildin, hlýtur að þurfa að svara fjölmörgum spurningum eins og þessari: Á allt að vera eins og áður var? Eða ætlum við að breyta reglunum með tilliti til þjóðarinnar allrar, hags hennar og framtíðar? Hluti þessa endurmats hlýtur að koma fram í því hvernig við hyggjumst deila út sameiginlegum auðlindum okkar. Á margan hátt má segja að úthlutun hugsanlegs viðbótarkvóta sé prófsteinn á þetta. Slíkan kvóta þyrfti að setja á markað þar sem allir sætu við sama borð. Sú ráðstöfun væri mikil og jákvæð framför, tákn um nýja tíma og jákvæð skilaboð til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Höfundur er varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur allt verið á fleygiferð í landi okkar. Við stöndum nú frammi fyrir miklum vanda sem verður ekki leystur nema með samheldni, baráttu og einhug. Til skamms tíma hefur verið talað um að íslenskt atvinnulíf byggist á fjórum grunnstoðum, sjávarútvegi, ferðamannaiðnaði, álframleiðslu og fjármálastarfsemi. Ljóst er að fjármálageirinn mun ekki standa undir þeim væntingum sem menn horfðu til, reyndar þvert á móti, bankar eru komnir á hausinn og nú blasir við atvinnuleysi hjá mörgu fólki, sem þar starfaði en einnig fjölmörgum öðrum, eins og til dæmis iðnaðarmönnum vegna mikils samdráttar. Nú þurfum við að horfa til annarra átta og huga að því hvað við getum gert til að reisa og efla atvinnulífið á ný. Við hljótum að hugsa um það hvort við getum ekki eflt þær atvinnugreinar sem augljóslega eiga góða möguleika. Það hefur t.d. verið ánægjulegt að horfa á jákvæða þróun í ferðamannaiðnaði og stór stökk hafa verið tekin þar síðustu ár ekki síst í tengslum við sjóstangveiði. Þó þessi grein sé orðin nokkuð stór má segja að enn megi bæta þar í, þróa og þroska hana. Í sjávarútvegi mætti renna styrkari stoðum undir nýsköpun eins og til dæmis þorskeldi og kræklingarækt. Vel mætti hugsa sér, ef veiðiheimildir yrðu auknar, að þær yrðu settar á markað og því fé sem fengist fyrir það yrði varið í þessa nýsköpun. Það er í rauninni undarlegt að við skulum ekki selja krækling fyrir milljónir til Evrópu því neyslan þar mælist í hundruðum þúsunda tonna. Við hljótum líka að velta því fyrir okkur hvort ekki sé hægt að koma á fót verksmiðju sem framleiðir vörur úr áli eins og t.d. háspennulínur, en mikið af áli er notað í þær. Þannig væri hægt að auka arðsemi þeirrar álframleiðslu sem fyrir er í landinu, svo dæmi sé tekið. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvernig bændur hafa lagt í ýmsa nýbreytni eins og til dæmis með verkefninu „Beint frá býli". Þá hefur staða krónunnar stóraukið möguleika landbúnaðarins til útflutnings á frábærum matvælum sem við erum stolt af. Sú þjóð sem stendur frammi fyrir því að stokka upp spilin og endurmeta gildin, hlýtur að þurfa að svara fjölmörgum spurningum eins og þessari: Á allt að vera eins og áður var? Eða ætlum við að breyta reglunum með tilliti til þjóðarinnar allrar, hags hennar og framtíðar? Hluti þessa endurmats hlýtur að koma fram í því hvernig við hyggjumst deila út sameiginlegum auðlindum okkar. Á margan hátt má segja að úthlutun hugsanlegs viðbótarkvóta sé prófsteinn á þetta. Slíkan kvóta þyrfti að setja á markað þar sem allir sætu við sama borð. Sú ráðstöfun væri mikil og jákvæð framför, tákn um nýja tíma og jákvæð skilaboð til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Höfundur er varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar