Af hverju bankaleynd Björn Ingi Hrafnsson skrifar 26. nóvember 2008 00:01 Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Sumpart virðist stemningin sú að skjóta fyrst og spyrja svo, svo vitnað sé til orða menntamálaráðherra á borgarafundi í Háskólabíói fyrr í vikunni. Segja má að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi með óvæntum hætti hreyft fyrst við málinu í ræðu sinni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í fyrri viku, þegar hann tiltók ýmis atriði sem hann taldi tengjast hruni bankanna og kvaðst þeirrar skoðunar að bankaleynd ætti „ekki lengur við hvað þessi atriði varðar". Undir þetta hefur sjálfur dómsmálaráðherrann tekið og vísað til mikilvægi þess að allt komi nú upp á borðið, sem í sjálfu sér er auðvitað sjálfsögð og eðlileg krafa við þessar aðstæður. Hún getur þó varla falist í því að lög og reglur verði afnumdar eða að tilteknir einstaklingar eða fyrirtæki megi búast við því að lesa trúnaðarupplýsingar um fjármál sín í fjölmiðlum. Hér hljóta einhverjar almennar og gegnsæjar reglur að þurfa að gilda. Að sjálfsögðu eiga þar til bærir eftirlitsaðilar, eins og sérstakur saksóknari í efnahagsbrotum eða Fjármálaeftirlit að hafa aðgang að öllum upplýsingum sem þeir þurfa í sínum störfum. Það er enginn að tala um að ákvæði bankaleyndar eigi við þar, enda vinna slíkir aðilar í samræmi við lög og reglur, þurfa heimildir til rannsókna og leitar og fella ekki dóma, fyrr en sekt hefur raunverulega verið sönnuð. Í ítarlegri fréttaskýringu í Markaðnum í dag fjallar Ingimar Karl Helgason, blaðamaður, um bankaleynd og fer yfir margvíslegar fyrirspurnir sem blaðið hefur sent til bankanna, bæði þeirra gömlu og nýju, skilanefnda, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans og stjórnvalda í tilefni af hruni íslenska fjármálakerfisins. Niðurstaða blaðsins er í stuttu máli sú að víðast hvar er komið að lokuðum dyrum þegar óskað er eftir upplýsingum; stundum er hreinlega ekki haft fyrir því að svara fyrirspurnum en annars er borið við bankaleynd eða að um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Þetta á ekki síst við um Seðlabankann, sem svarar nær aldrei fyrirspurnum. Þess vegna kom mjög á óvart að formaður bankastjórnar Seðlabankans skyldi furða sig á því að almenningur fengi engar gagnlegar upplýsingar. Af hverju byrjar hann ekki sjálfur á því að liðsinna fjölmiðlum við að rækja eftirlitshlutverk sitt? Fjölmiðlar leitast vitaskuld við að upplýsa um allar hliðar mála. Þeir óska skýringa, spyrja spurninga og fá ótal ábendingar til sín um mál í hverri einustu viku. Margar þeirra eru nafnlausar, sumar hverjar algjörlega úr lausu lofti gripnar. En það er frumskylda að kanna sannleiksgildi þeirra, svo almenningur fái sem gleggsta mynd af stöðu mála og geti sjálfur dregið sínar eigin ályktanir. Fyrir alla aðila er hins vegar óþolandi að óvissa ríki um þær reglur og þau lög sem um þessi mál gilda. Ætlar dómsmálaráðherra að beita sér fyrir afnámi bankaleyndar með því að flytja um það lagafrumvarp? Hvað mun það þýða fyrir viðskiptabankana? Mun fólk vilja hafa þar sín viðskipti áfram? Verða til bankar hér á landi, þar sem er bankaleynd og svo aðrir í ríkiseigu, þar sem allt lekur út? Þetta eru spurningar, sem jafnframt væri æskilegt að fá sem fyrst svör við, nú þegar ákveðið hefur verið að allt verði upp á borðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Sumpart virðist stemningin sú að skjóta fyrst og spyrja svo, svo vitnað sé til orða menntamálaráðherra á borgarafundi í Háskólabíói fyrr í vikunni. Segja má að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi með óvæntum hætti hreyft fyrst við málinu í ræðu sinni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í fyrri viku, þegar hann tiltók ýmis atriði sem hann taldi tengjast hruni bankanna og kvaðst þeirrar skoðunar að bankaleynd ætti „ekki lengur við hvað þessi atriði varðar". Undir þetta hefur sjálfur dómsmálaráðherrann tekið og vísað til mikilvægi þess að allt komi nú upp á borðið, sem í sjálfu sér er auðvitað sjálfsögð og eðlileg krafa við þessar aðstæður. Hún getur þó varla falist í því að lög og reglur verði afnumdar eða að tilteknir einstaklingar eða fyrirtæki megi búast við því að lesa trúnaðarupplýsingar um fjármál sín í fjölmiðlum. Hér hljóta einhverjar almennar og gegnsæjar reglur að þurfa að gilda. Að sjálfsögðu eiga þar til bærir eftirlitsaðilar, eins og sérstakur saksóknari í efnahagsbrotum eða Fjármálaeftirlit að hafa aðgang að öllum upplýsingum sem þeir þurfa í sínum störfum. Það er enginn að tala um að ákvæði bankaleyndar eigi við þar, enda vinna slíkir aðilar í samræmi við lög og reglur, þurfa heimildir til rannsókna og leitar og fella ekki dóma, fyrr en sekt hefur raunverulega verið sönnuð. Í ítarlegri fréttaskýringu í Markaðnum í dag fjallar Ingimar Karl Helgason, blaðamaður, um bankaleynd og fer yfir margvíslegar fyrirspurnir sem blaðið hefur sent til bankanna, bæði þeirra gömlu og nýju, skilanefnda, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans og stjórnvalda í tilefni af hruni íslenska fjármálakerfisins. Niðurstaða blaðsins er í stuttu máli sú að víðast hvar er komið að lokuðum dyrum þegar óskað er eftir upplýsingum; stundum er hreinlega ekki haft fyrir því að svara fyrirspurnum en annars er borið við bankaleynd eða að um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Þetta á ekki síst við um Seðlabankann, sem svarar nær aldrei fyrirspurnum. Þess vegna kom mjög á óvart að formaður bankastjórnar Seðlabankans skyldi furða sig á því að almenningur fengi engar gagnlegar upplýsingar. Af hverju byrjar hann ekki sjálfur á því að liðsinna fjölmiðlum við að rækja eftirlitshlutverk sitt? Fjölmiðlar leitast vitaskuld við að upplýsa um allar hliðar mála. Þeir óska skýringa, spyrja spurninga og fá ótal ábendingar til sín um mál í hverri einustu viku. Margar þeirra eru nafnlausar, sumar hverjar algjörlega úr lausu lofti gripnar. En það er frumskylda að kanna sannleiksgildi þeirra, svo almenningur fái sem gleggsta mynd af stöðu mála og geti sjálfur dregið sínar eigin ályktanir. Fyrir alla aðila er hins vegar óþolandi að óvissa ríki um þær reglur og þau lög sem um þessi mál gilda. Ætlar dómsmálaráðherra að beita sér fyrir afnámi bankaleyndar með því að flytja um það lagafrumvarp? Hvað mun það þýða fyrir viðskiptabankana? Mun fólk vilja hafa þar sín viðskipti áfram? Verða til bankar hér á landi, þar sem er bankaleynd og svo aðrir í ríkiseigu, þar sem allt lekur út? Þetta eru spurningar, sem jafnframt væri æskilegt að fá sem fyrst svör við, nú þegar ákveðið hefur verið að allt verði upp á borðum.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun