Um gjaldeyrislögin 30. nóvember 2008 06:00 Nýsamþykkt lög um breytingu laga um gjaldeyrismál vekja spurningar. Sérstaklega heimildarákvæði Seðlabankans um reglusetningu um gjaldeyrisskil, en það hljómar svo: „Seðlabanka Íslands er heimilt, að fengnu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um að skylt sé að skila erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar hafa eignast fyrir seldar vörur og þjónustu eða á annan hátt.“ Eflaust eru lög þessi sett í góðum ásetningi við mjög sérstakar aðstæður. Mikill þrýstingur hefur byggst upp vegna fjármagns sem beinlínis bíður flóttaleiðar úr landi og vitað er að það mun hafa mjög neikvæð áhrif á gengi krónunnar. Lagasetning þessi ber þess merki að raunverulegar áhyggjur eru hafðar af því að slík lækkun gæti orðið stjórnlaus, að af stað færi vítahringur gengislækkunar sem yrði ekki auðrofinn. Jafnframt hefur þegar myndast hér á landi svartur markaður með gjaldeyri sem er fyrirbrigði sem vart hefur sést hér síðustu áratugi. Það er vægast sagt óheppilegt og nauðsynlegt að koma þeim markaði fyrir kattarnef sem fyrst. Lagasetningunni er ætlað að stemma stigu við þessum vanda, en, eins og áður segir, kvikna ýmsar spurningar um efni laganna, áhrif þeirra og framkvæmd. Vantraust á efnahagsáætlunÍ fyrsta lagi má velta fyrir sér hvort túlka megi lögin sem ákveðið vantraust, eða óöryggi, á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þrátt fyrir hin miklu lán og margliða aðgerðaráætlun er talin þörf á að setja á meiriháttar markaðshindranir. Hér takast á annars vegar því sem haldið hefur verið fram á opinberum vettvangi að við fleytingu krónunnar verði í upphafi snöggt gengisfall með leiðréttingu upp á við fljótlega í kjölfarið, og hins vegar fyrrnefndur ótti við að lækkunin fari úr böndunum og hér verði stjórnlaus gengislækkun með tilheyrandi óðaverðbólgu. Í öðru lagi kemur fram í greinargerð með frumvarpinu að það felur í sér veruleg frávik á alþjóðlegum skuldbindingum. Sérstaklega er þar um að ræða EES-samninginn og verður að teljast galli að ekki sé a.m.k. vísað í greinargerð með frumvarpinu um að ef gripið verði til aðgerða verði að fara að ákvæðum 45. greinar EES-samningsins, að ógleymdum ákvæðum 112 og 113 greinar samningsins, en þær lúta m.a. að tilkynningaskyldu íslenskra stjórnvalda til annarra samningsaðila um sértækar aðgerðir af því tagi sem lagasetningin boðar. Gera má ráð fyrir að við undirbúning lagasetningarinnar hafi það verið gert. Auk þess er ekki ástæða til að ætla annað en að íslensk stjórnvöld vilji vinna aðgerðir sem þessar í sátt við nágrannaþjóðir okkar. Í þriðja lagi veldur það vissum áhyggjum hvort lögin feli í sér brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, m.a. vegna þeirrar heimildar Seðlabanka Íslands að skylda fólk og fyrirtæki til að skila gjaldeyri sem þau eiga. Að sama skapi er spurning hvort hugsanleg viðurlög gangi ekki fulllangt, en í tilfelli brota verður heimilt að beita stjórnvaldsektum og varðhaldi til allt að tveggja ára og þarf þá engu að breyta um hvort ásetningsbrot hafi verið að ræða eða af gáleysi. Í fjórða lagi er rétt að velta fyrir sér hættunni á að með þeim víðtæku valdheimildum sem Seðlabanka eru veittar, jafnvel þó að þær séu til bráðabirgða, verði brotnar reglur um meðalhóf. Þótt tæpast sé ástæða til að ætla að sérsveit ríkislögreglustjóra verði send til fólks og fyrirtækja til að sækja gjaldeyri sem þau hafa aflað „fyrir seldar vörur og þjónustu eða á annan hátt“ virðist skorta ákveðna varnagla í lögin m.a. um framkvæmd valdheimilda. Hvernig verður þetta metið? Tæpast á að „glæpagera“ gjaldeyriseign þ.a. Seðlabankinn muni leita til dómstóla og óska húsleitarheimildar vegna gruns um gjaldeyriseign? Að sama skapi er tæpast uppi áætlun um að fulltrúar Seðlabankans bíði við landganga Leifsstöðvar og biðji íslenska ferðamenn að skila afgangsferðagjaldeyri strax við heimkomu. Trygging jafnræðisregluÍ fimmta lagi vekja lögin spurningu um það hvort hætta verði á því að jafnræðisregla verði brotin og um mismunun á milli aðila. Það hlýtur að vera erfiðara að beita takmörkunum á sum fyrirtæki en önnur. Tæpast verður stóriðja látin sæta takmörkunum og enginn áhugi er á því að stefna rekstri t.d. CCP, Össurar og Marels í hættu. Ef einhverja starfsemi eða fyrirtæki þarf að taka út fyrir sviga verður það að vera vel rökstutt. Annars er hætta á að ákveðnar atvinnugreinar, t.d. sjávarútvegur, telji sig órétti beittar. Í sjötta lagi er rétt að hafa í huga hugsanleg neikvæð áhrif laganna á erlenda fjárfestingu hérlendis, að minnsta kosti á meðan ákvæðin gilda, og jafnvel varanlega í ljósi þess hversu greiðlega gekk að afgreiða lagasetningu af þessu tagi á Alþingi. Í sjöunda lagi, með hliðsjón af ofangreindu, er ástæða til að hafa áhyggjur af því hvort þessi lagasetning dragi úr trú á Íslandi sem réttarríki. Fara sprotafyrirtækin úr landi?Í áttunda lagi, er einnig rétt að kannað verði hvort lagasetning sem þessi geti orðið þess valdandi að smærri fyrirtæki, t.d. sprotafyrirtæki í hátækniútflutningi, sem hvort eð er eru á mörkum þess að geta haldið áfram starfsemi hérlendis, muni hverfa úr landi. Í níunda lagi er full ástæða til að taka til athugunar athugasemdir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem segir lögin stórskaða íslenskt viðskiptalíf og neyða fyrirtæki til þess að taka upp starfshætti fortíðarinnar. Í tíunda lagi, er rétt að velta fyrir sér þeirri aðferðarfræði sem beitt er við setningu laganna og hvort ástæða er til að óttast frekari lagasetningar í framtíðinni og aðrar aðgerðir stjórnvalda. Það getur ekki verið ásættanlegt að reglulega sé verið að keyra lagasetningar með jafn víðtæk áhrif í gegnum Alþingi með afbrigðum og þannig í reynd komið í veg fyrir fullnægjandi lýðræðislega umræðu um áhrif þeirra. Lagasetning þessi er viðbragð við óvenjulegu ástandi. Hún setur veruleg höft og almennt virðist skorta varnagla beitingu laganna. Eru lögin þannig full opin til túlkunar og því spurning hvort þau dragi frekar úr trausti en að auka það. Braut hafta er að auki í sögulegu samhengi alltaf varhugaverð, því jafnan virðist eitt leiða af öðru í þeim efnum – takmörkuð gjaldeyrishöft dagsins í dag verði orðin víðtækari almenn viðskiptahöft morgundagsins. Ásetningur laganna er án efa góður, en ástæða er til að hafa í huga að leiðin til bölvunar getur einmitt verið vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er formaður Framsóknarfélagsins á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Nýsamþykkt lög um breytingu laga um gjaldeyrismál vekja spurningar. Sérstaklega heimildarákvæði Seðlabankans um reglusetningu um gjaldeyrisskil, en það hljómar svo: „Seðlabanka Íslands er heimilt, að fengnu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um að skylt sé að skila erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar hafa eignast fyrir seldar vörur og þjónustu eða á annan hátt.“ Eflaust eru lög þessi sett í góðum ásetningi við mjög sérstakar aðstæður. Mikill þrýstingur hefur byggst upp vegna fjármagns sem beinlínis bíður flóttaleiðar úr landi og vitað er að það mun hafa mjög neikvæð áhrif á gengi krónunnar. Lagasetning þessi ber þess merki að raunverulegar áhyggjur eru hafðar af því að slík lækkun gæti orðið stjórnlaus, að af stað færi vítahringur gengislækkunar sem yrði ekki auðrofinn. Jafnframt hefur þegar myndast hér á landi svartur markaður með gjaldeyri sem er fyrirbrigði sem vart hefur sést hér síðustu áratugi. Það er vægast sagt óheppilegt og nauðsynlegt að koma þeim markaði fyrir kattarnef sem fyrst. Lagasetningunni er ætlað að stemma stigu við þessum vanda, en, eins og áður segir, kvikna ýmsar spurningar um efni laganna, áhrif þeirra og framkvæmd. Vantraust á efnahagsáætlunÍ fyrsta lagi má velta fyrir sér hvort túlka megi lögin sem ákveðið vantraust, eða óöryggi, á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þrátt fyrir hin miklu lán og margliða aðgerðaráætlun er talin þörf á að setja á meiriháttar markaðshindranir. Hér takast á annars vegar því sem haldið hefur verið fram á opinberum vettvangi að við fleytingu krónunnar verði í upphafi snöggt gengisfall með leiðréttingu upp á við fljótlega í kjölfarið, og hins vegar fyrrnefndur ótti við að lækkunin fari úr böndunum og hér verði stjórnlaus gengislækkun með tilheyrandi óðaverðbólgu. Í öðru lagi kemur fram í greinargerð með frumvarpinu að það felur í sér veruleg frávik á alþjóðlegum skuldbindingum. Sérstaklega er þar um að ræða EES-samninginn og verður að teljast galli að ekki sé a.m.k. vísað í greinargerð með frumvarpinu um að ef gripið verði til aðgerða verði að fara að ákvæðum 45. greinar EES-samningsins, að ógleymdum ákvæðum 112 og 113 greinar samningsins, en þær lúta m.a. að tilkynningaskyldu íslenskra stjórnvalda til annarra samningsaðila um sértækar aðgerðir af því tagi sem lagasetningin boðar. Gera má ráð fyrir að við undirbúning lagasetningarinnar hafi það verið gert. Auk þess er ekki ástæða til að ætla annað en að íslensk stjórnvöld vilji vinna aðgerðir sem þessar í sátt við nágrannaþjóðir okkar. Í þriðja lagi veldur það vissum áhyggjum hvort lögin feli í sér brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, m.a. vegna þeirrar heimildar Seðlabanka Íslands að skylda fólk og fyrirtæki til að skila gjaldeyri sem þau eiga. Að sama skapi er spurning hvort hugsanleg viðurlög gangi ekki fulllangt, en í tilfelli brota verður heimilt að beita stjórnvaldsektum og varðhaldi til allt að tveggja ára og þarf þá engu að breyta um hvort ásetningsbrot hafi verið að ræða eða af gáleysi. Í fjórða lagi er rétt að velta fyrir sér hættunni á að með þeim víðtæku valdheimildum sem Seðlabanka eru veittar, jafnvel þó að þær séu til bráðabirgða, verði brotnar reglur um meðalhóf. Þótt tæpast sé ástæða til að ætla að sérsveit ríkislögreglustjóra verði send til fólks og fyrirtækja til að sækja gjaldeyri sem þau hafa aflað „fyrir seldar vörur og þjónustu eða á annan hátt“ virðist skorta ákveðna varnagla í lögin m.a. um framkvæmd valdheimilda. Hvernig verður þetta metið? Tæpast á að „glæpagera“ gjaldeyriseign þ.a. Seðlabankinn muni leita til dómstóla og óska húsleitarheimildar vegna gruns um gjaldeyriseign? Að sama skapi er tæpast uppi áætlun um að fulltrúar Seðlabankans bíði við landganga Leifsstöðvar og biðji íslenska ferðamenn að skila afgangsferðagjaldeyri strax við heimkomu. Trygging jafnræðisregluÍ fimmta lagi vekja lögin spurningu um það hvort hætta verði á því að jafnræðisregla verði brotin og um mismunun á milli aðila. Það hlýtur að vera erfiðara að beita takmörkunum á sum fyrirtæki en önnur. Tæpast verður stóriðja látin sæta takmörkunum og enginn áhugi er á því að stefna rekstri t.d. CCP, Össurar og Marels í hættu. Ef einhverja starfsemi eða fyrirtæki þarf að taka út fyrir sviga verður það að vera vel rökstutt. Annars er hætta á að ákveðnar atvinnugreinar, t.d. sjávarútvegur, telji sig órétti beittar. Í sjötta lagi er rétt að hafa í huga hugsanleg neikvæð áhrif laganna á erlenda fjárfestingu hérlendis, að minnsta kosti á meðan ákvæðin gilda, og jafnvel varanlega í ljósi þess hversu greiðlega gekk að afgreiða lagasetningu af þessu tagi á Alþingi. Í sjöunda lagi, með hliðsjón af ofangreindu, er ástæða til að hafa áhyggjur af því hvort þessi lagasetning dragi úr trú á Íslandi sem réttarríki. Fara sprotafyrirtækin úr landi?Í áttunda lagi, er einnig rétt að kannað verði hvort lagasetning sem þessi geti orðið þess valdandi að smærri fyrirtæki, t.d. sprotafyrirtæki í hátækniútflutningi, sem hvort eð er eru á mörkum þess að geta haldið áfram starfsemi hérlendis, muni hverfa úr landi. Í níunda lagi er full ástæða til að taka til athugunar athugasemdir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem segir lögin stórskaða íslenskt viðskiptalíf og neyða fyrirtæki til þess að taka upp starfshætti fortíðarinnar. Í tíunda lagi, er rétt að velta fyrir sér þeirri aðferðarfræði sem beitt er við setningu laganna og hvort ástæða er til að óttast frekari lagasetningar í framtíðinni og aðrar aðgerðir stjórnvalda. Það getur ekki verið ásættanlegt að reglulega sé verið að keyra lagasetningar með jafn víðtæk áhrif í gegnum Alþingi með afbrigðum og þannig í reynd komið í veg fyrir fullnægjandi lýðræðislega umræðu um áhrif þeirra. Lagasetning þessi er viðbragð við óvenjulegu ástandi. Hún setur veruleg höft og almennt virðist skorta varnagla beitingu laganna. Eru lögin þannig full opin til túlkunar og því spurning hvort þau dragi frekar úr trausti en að auka það. Braut hafta er að auki í sögulegu samhengi alltaf varhugaverð, því jafnan virðist eitt leiða af öðru í þeim efnum – takmörkuð gjaldeyrishöft dagsins í dag verði orðin víðtækari almenn viðskiptahöft morgundagsins. Ásetningur laganna er án efa góður, en ástæða er til að hafa í huga að leiðin til bölvunar getur einmitt verið vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er formaður Framsóknarfélagsins á Akranesi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun