Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar 16. júlí 2025 13:32 Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar. Við höfum verið svo heppin að fá gesti sem þrátt fyrir yfirvofandi hættu hafa treyst okkur og komið í heimsókn. Margir hafa sagt að það sé einmitt mikilvægt að styðja við svona lítil fyrirtæki á erfiðum tímum. En eins og staðan er núna þá get ég ekki þagað lengur. Aðeins í gær, degi fyrir núverandi eldgos, var staðfest af sérfræðingum að ekki væri yfirvofandi hætta á gosi fyrr en í haust, jafnvel síðar.Rétt fyrir hálf tvö í nótt, var ég enn vakandi þegar viðvörunarflautur tóku að heyrast. Í fyrstu trúði ég því ekki, enda hafði ekkert í umræðunni bent til þess að gos væri að hefjast. Ég hafði sagt gestum okkar að hættumatið væri á gulu stigi og því ekki ástæða til að óttast. Dagmar og fjölskylda hennar. Við vorum að rýma gistihúsið klukkan hálf tvö um nótt. Einn gestanna var í sturtu og heyrði ekki í viðvörunarkerfinu. Sem betur fer tóku allir gestirnir þessu með ótrúlegum æðruleysi og skilningi. Þeir voru svo hlýir og skilningsríkir að það kom mér virkilega við. Ég skrifa þessa grein til að varpa ljósi á hvernig raunveruleikinn lítur út fyrir okkur sem stöndum í rekstri í Grindavík. Yfirvöld hafa ítrekað lofað úrræðum og aðstoð, en í raun hefur lítið sem ekkert borist. Okkur var boðið að sækja um lán sem reyndist svo ekki í boði hjá bankanum. Við heyrðum að fjármögnun væri á leiðinni fyrir þá sem vildu þróa reksturinn sinn áfram, en ekkert kom. Fyrir rétt tæpum mánuði fengum við loksins leyfi til að sækja um styrk frá Uppbyggingarsjóði. Ég hef síðustu daga unnið að umsókn til að breyta hluta af húsnæðinu okkar í kaffihús og handverkshús "Volcano Café" , stað þar sem bæði gestir og heimamenn geta komi saman. Ef mér tekst að fá styrk verður hann einungis til að standa straum af markaðsefni og hugsanlega hluta af launakostnaði í stuttan tíma. Allt hitt eins og smíði, pípulagnir og innviðir þarf ég að fjármagna sjálf. Það eru peningar sem við höfum ekki. Grindavík Guesthouse Það er ólýsanlega erfitt að sitja uppi á þessum tímum með þá ábyrgð að reyna að bjarga rekstri, búa til viðskiptaáætlun frá grunni, og vona að einhverjar tvær milljónir komi í hús ef allt gengur upp. Það sem við þurfum er raunveruleg hjálp, ekki tómt orðagjálfur. Þrátt fyrir ítrekuð erindi hef ég fengið engin svör frá byggingafulltrúa varðandi leyfisumsóknir. Grindavíkurbær virðist ekki taka vel í tillögur okkar um að breyta rekstrinum, þó að ríkið hvetji okkur til að leita lausna. Ég spyr hvernig á ég að leita lausna þegar enginn svarar? Við hjónin höfum alltaf sett gestina í forgang, verið varkár og ábyrg í okkar rekstri. Við opnuðum bókanir aftur eftir síðasta gos og ákváðum að halda aftur af okkur, sem þýddi að við náðum ekki að fylla sumarið eins og margir aðrir. Nú höfum við aftur fengið fjölda afbókana og framtíðin virðist óvissari en nokkru sinni fyrr. Ég er skapandi og úrræðagóð manneskja og ég veit að við getum skapað eitthvað einstakt hér í Grindavík. En ég get ekki gert það ein. Við þurfum aðstoð, raunverulega og skjótvirka aðstoð, áður en það verður um seinan. Getur einhver sagt mér hvað við eigum að gera? Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Hótel á Íslandi Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar. Við höfum verið svo heppin að fá gesti sem þrátt fyrir yfirvofandi hættu hafa treyst okkur og komið í heimsókn. Margir hafa sagt að það sé einmitt mikilvægt að styðja við svona lítil fyrirtæki á erfiðum tímum. En eins og staðan er núna þá get ég ekki þagað lengur. Aðeins í gær, degi fyrir núverandi eldgos, var staðfest af sérfræðingum að ekki væri yfirvofandi hætta á gosi fyrr en í haust, jafnvel síðar.Rétt fyrir hálf tvö í nótt, var ég enn vakandi þegar viðvörunarflautur tóku að heyrast. Í fyrstu trúði ég því ekki, enda hafði ekkert í umræðunni bent til þess að gos væri að hefjast. Ég hafði sagt gestum okkar að hættumatið væri á gulu stigi og því ekki ástæða til að óttast. Dagmar og fjölskylda hennar. Við vorum að rýma gistihúsið klukkan hálf tvö um nótt. Einn gestanna var í sturtu og heyrði ekki í viðvörunarkerfinu. Sem betur fer tóku allir gestirnir þessu með ótrúlegum æðruleysi og skilningi. Þeir voru svo hlýir og skilningsríkir að það kom mér virkilega við. Ég skrifa þessa grein til að varpa ljósi á hvernig raunveruleikinn lítur út fyrir okkur sem stöndum í rekstri í Grindavík. Yfirvöld hafa ítrekað lofað úrræðum og aðstoð, en í raun hefur lítið sem ekkert borist. Okkur var boðið að sækja um lán sem reyndist svo ekki í boði hjá bankanum. Við heyrðum að fjármögnun væri á leiðinni fyrir þá sem vildu þróa reksturinn sinn áfram, en ekkert kom. Fyrir rétt tæpum mánuði fengum við loksins leyfi til að sækja um styrk frá Uppbyggingarsjóði. Ég hef síðustu daga unnið að umsókn til að breyta hluta af húsnæðinu okkar í kaffihús og handverkshús "Volcano Café" , stað þar sem bæði gestir og heimamenn geta komi saman. Ef mér tekst að fá styrk verður hann einungis til að standa straum af markaðsefni og hugsanlega hluta af launakostnaði í stuttan tíma. Allt hitt eins og smíði, pípulagnir og innviðir þarf ég að fjármagna sjálf. Það eru peningar sem við höfum ekki. Grindavík Guesthouse Það er ólýsanlega erfitt að sitja uppi á þessum tímum með þá ábyrgð að reyna að bjarga rekstri, búa til viðskiptaáætlun frá grunni, og vona að einhverjar tvær milljónir komi í hús ef allt gengur upp. Það sem við þurfum er raunveruleg hjálp, ekki tómt orðagjálfur. Þrátt fyrir ítrekuð erindi hef ég fengið engin svör frá byggingafulltrúa varðandi leyfisumsóknir. Grindavíkurbær virðist ekki taka vel í tillögur okkar um að breyta rekstrinum, þó að ríkið hvetji okkur til að leita lausna. Ég spyr hvernig á ég að leita lausna þegar enginn svarar? Við hjónin höfum alltaf sett gestina í forgang, verið varkár og ábyrg í okkar rekstri. Við opnuðum bókanir aftur eftir síðasta gos og ákváðum að halda aftur af okkur, sem þýddi að við náðum ekki að fylla sumarið eins og margir aðrir. Nú höfum við aftur fengið fjölda afbókana og framtíðin virðist óvissari en nokkru sinni fyrr. Ég er skapandi og úrræðagóð manneskja og ég veit að við getum skapað eitthvað einstakt hér í Grindavík. En ég get ekki gert það ein. Við þurfum aðstoð, raunverulega og skjótvirka aðstoð, áður en það verður um seinan. Getur einhver sagt mér hvað við eigum að gera? Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun