Fleiri fréttir

Launahærri hjá SAG

Hanna Guðrún Halldórsdóttir leikkona stundar iðn sína í Los Angeles og fer með lítið hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Newsroom sem sýndir verða á Stöð 2 í haust.

Fleiri hundruð umsækjendur í MasterChef

Skráning stendur enn yfir í íslenska útgáfu sjónvarpsþáttarins MasterChef og að sögn Þórs Freyssonar, framleiðanda hjá Sagafilm, hafa nokkur hundruð skráningar þegar borist. Lokað verður fyrir skráningar síðar í ágúst en tökur hefjast í byrjun næsta mánaðar.

Hjólaði með sixpensara

Hjólaði með sixpensara Galdurinn að baki góðu formi Hollywood-stjarnanna er greinilega að stunda líkamsrækt því ekki sleppa þær slíkri iðju í heimsóknum sínum til Íslands.

Hékk með Töru Reid

Íslenski söngvarinn Daníel Óliver kom fram á Stockholm Pride síðastliðinn laugardag og í vikunni setti hann mynd inn á Facebook-síðu sína.

Brosmildir frumsýningargestir Hrafnhildar

Sjónvarps- og kvikmyndagerðarkonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir frumsýndi heimildarmynd sína Hrafnhildi í Bíó Paradís á miðvikudagskvöldið. Fjölmenni mætti til að berja myndina augum en hún fjallar um kynleiðréttingarferli Hrafnhildar, frá því hún var strákur og hét Halldór. Mikil ánægja var með myndina hjá bíógestum og aðstandendum en myndin verður áfram sýnd í Bíó Paradís fyrir áhugasama.

Ástfangin af Kennedy

Söngkonan Taylor Swift er komin með nýjan kærasta upp á arminn og heitir sá heppni Conor Kennedy. Kennedy þessi er sonur Roberts Kennedy Jr. sem er bróðursonur Johns F. Kennedy.

Fjölmennt hjá Baldri

Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson opnaði sína fyrstu ljósmyndasýningu á fimmtudagskvöldið en hann sýnir 40 ljósmyndir frá Asíureisu sinni undir berum himni á Skólavörðustíg. Fjölmennt var á opnuninni sem fór fram á Sólon þar sem gestir röltu svo út á Skólavörðustíg með höfund myndanna í farabroddi. Baldur tileinkaði föður sínum sýninguna sem stendur til 19. ágúst.

Starfar við gerð Simpsonsþáttana

„Ég hef alltaf verið aðdáandi Simpsons-fjölskyldunnar og horfði mikið á þáttinn sem unglingur en ég var 12 ára þegar hann fór fyrst í loftið,“ segir framleiðandinn Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson sem hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá teiknimyndaseríunni frægu The Simpsons.

Leikur afturgöngu

Það gengur vel hjá leikkonunni Ísgerði Gunnarsdóttur sem flutti til Englands í byrjun sumars til að reyna fyrir sér í kvikmyndabransanum þar en hún landaði nýlega hlutverki í breskri bíómynd sem afturganga.

Heimskunn frá Hong Kong

"Kórinn ferðast um heim allan og flytur fjölbreytta tónlist frá tíma endurreisnar til nútímans og hefur komið fram með heimsfrægum listamönnum, til dæmis hinum frábæra sellóleikara Yo-Yo Ma.''

Bara vinir

Ástralski Ólympíuvinningshafinn í sundi Stephanie Rice, 24 ára, neitar því staðfastlega að eitthvað meira sé á milli hennar og bandaríska körfuboltamannsins...

Þórunn Antonía hitti Kelly Osbourne

Þórunn Antonía Magnúsdóttir, sem gaf nýverið út plötuna Star-Crossed, hitti enga aðra en Kelly Osbourne á tónlistarhátíðinni Lollapalooza í Chicago.

Bensínlaus og barnið að fæðast

Það munaði litlu að Karl Bjarni Guðmundsson, sem kenndur er við Idolið, næði ekki á spítalann í tæka tíð daginn sem stúlkan hans og Brynhildar Söru Brynjólfsdóttur kom í heiminn þann 28. júní síðastliðinn.

Grunur um að gifting sé framundan

Undirbúningur fyrir stór veisluhöld stendur nú yfir á franska heimili Brad Pitt og Angelinu Jolie. Sagan segir að parið hyggst ganga í heilagt hjónaband þessa helgi..

Nýbökuð mamma Miller

Líf bresku leikkonunnar Sienna Miller, 30 ára, hefur aldeilis tekið góðan viðsnúning nú þegar hún er orðin mamma. Á meðfylgjandi myndum má sjá...

Hætt við Dans Dans Dans

Í viðtali við Lífið í dag talar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir meðal annars um haustið á Rúv og þau verkefni sem framundan eru hjá sér.

Langur vinnudagur í Ólympíuþorpinu

Vinnudagarnir eru langir og strangir á meðan á leikunum stendur og vinnur Sif sex daga vikunnar. "Starfsheiti okkar á Ólympíuleikunum er "Doping Control Officer".

Glæsilegur afmælispakki

Þeir Kenneth Gamble og Leon Huff stofnuðu Philadelphia International plötufyrirtækið árið 1971 í Fíladelfíuborg. Fyrir nokkrum vikum gaf Harmless-útgáfan út veglegan 40 ára afmælispakka með tónlist Philadelphia International. Harmless er þekktust fyrir ódýrar endurútgáfur af fönki og grúvi, en hér hafa forsvarsmenn hennar ákveðið að leggja allt undir.

Að hugsa út fyrir kassann

Ég fór í bíó í vikunni og sá mynd sem snerti við hjartanu í mér. Myndin var einlæg frásögn ungrar konu, Hrafnhildar, sem vildi fá tækifæri til að vera hún sjálf. Ætli það sé ekki markmið okkar flestra en setja mætti spurningamerki við hversu margir raunverulega ná því. Stúlka þessi var fædd í röngum líkama og fæddist því með karlkyns kynfæri og hormón eftir því. Í gegnum allan sinn uppvöxt upplifði hún sig í röngum líkama og bar það leyndarmál ein. Þessi sálar- og líkamsflækja var henni þungur baggi og er manni gersamlega ómögulegt að setja sig í hennar spor og reyna að skilja hversu erfitt þetta hefur verið. Þó snertir einlæg frásögn hennar við manni og gott ef eitt lítið tár fær ekki að trítla niður kinnina. Hún er nefnilega þannig manneskja að mann langar bara að knúsa hana, kjafta um lífið og tilveruna og hvetja til dáða.

Frosin í brosi

Johnny Rock og Shady Jones báru sigur úr býtum í fimmtándu Draggkeppni Íslands í fyrradag og eru bæði í skýjunum.

Íslenskar bókmenntir heilla Crowe

Íslenskar bókmenntir heilla Crowe Ástralska kvikmyndastjarnan Russel Crowe var á mánudag og þriðjudag við tökur í Reynisfjöru fyrir kvikmyndina Noah sem er í up.

Hógvær stórsöngvari

Bandaríski söngvarinn Tony Bennett kemur fram á tónleikum í Hörpunni í kvöld. Söngvarinn lenti ásamt föruneyti sínu á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í gær og hélt þá strax út á land til að skoða náttúru landsins.

Hreinskilni er góð

Heiðarleiki hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan fólks. Rannsókn sem kynnt var á ráðstefnu American Psychological Association leiddi þetta í ljós.

Varaforseti Rússlands afar ósáttur við Madonnu

Dmitry Rogozin, varaforseti Rússlands, kallaði Madonnu dræsu eftir að hún hét samkynhneigðu fólki stuðningi á tónleikum sem hún hélt í Pétursborg í Rússlandi í gær. Bannað er að réttlæta samkynhneigð fyrir ungu fólki í Rússlandi en Madonna lét það bann sem vind um eyru þjóta. Hún hafði áður hneykslað marga Rússa með því að krefjast þess að konur í pönkhljómsveitinni Pussy Riot yrðu látnar lausar, en þær eiga yfir höfði sér margra ára fangelsi fyrir að mótmæla stjórn Pútins.

Ólympíuleikar í orðanotkun

„Þetta eru Ólympíuleikarnir í orðaleik og það eru tveir keppendur í úrslitum, íþróttafréttamennirnir Þorkell Gunnar og Einar Örn, og þeir hafa staðið sig alveg gríðarlega vel,“ segir grínistinn Gunnar Sigurðarson.

Reynslubolti formaður dómnefndar á RIFF

„Við erum í skýjunum að fá svona reynslubolta til liðs við okkur í ár,“ segir Hrönn Marínósdóttir hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, en formaður dómnefndar á hátíðinni í ár verður Geoffrey Gilmore, stjórnandi Tribeca-hátíðarinnar.

Bjartsýn fyrir seinni hálfleik

"Það hittist þannig á að ég er á Grænlandi og verð þar á þessum tímamótum," segir Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sem á fimmtíu ára afmæli á morgun. Það var ekki með ráðum gert að vera að heiman á afmælisdaginn; Siv er í vinnuferð á fundi með stjórn Norræna menningarsjóðsins sem ræðir nú framtíðaráherslur sínar. Hún sýtir það hins vegar ekki að vera á Grænlandi á afmælinu.

Heidi Klum súpermamma

Heidi Klum er ekki bara ofurfyrirsæta heldur ofurmamma ef marka má allar þær myndir sem birtast af henni með börnum sínum í pressunni vestan hafs. Í vikunni sást meðal annars til hennar í skemmtigarði sem og í hádegismat í stórborginni New York með þau Leni Samuel, Johan Samuel, Henry Samuel og Lou Samuel en þau á hún með fyrrverandi eiginmanni sínum og söngvaranum Seal.

Full af svörtu gamni

Keira Knightley og Steve Carell fara með aðalhlutverkin í svörtu kómedíunni Seeking a Friend for the End of the World sem kemur í bíóhúsin á föstudaginn. Loftsteinninn Matilda stefnir á jörðina og heimsendir er boðaður innan þriggja vikna. Eiginkona persónu Carells, Dodge Petersen, yfirgefur hann þegar þau heyra fréttirnar og hann ákveður í kjölfarið að leggja upp í vegferð á heimaslóðir til að endurnýja kynnin við æskuástina sína Oliviu.

Venjulegt líf Kate Hudson

Leikkonan Kate Hudson var elt af æstum ljósmyndurum á meðan hún gerði heiðarlega tilraun til að eiga venjulegan dag með sonum sínum tveimur.

Woody Allen og stjörnurnar í Róm

Nýjasta mynd Woodys Allen, To Rome With Love, kemur í kvikmyndahús á föstudaginn. Myndin segir sögu nokkurra ólíkra einstaklinga í borginni Róm á Ítalíu og ævintýrin sem þeir lenda í þar og hvernig þau fléttast saman.

Hárprúð teiknimyndahetja

Teiknimyndin Brave verður frumsýnd annað kvöld. Kvikmyndin er þrettánda mynd fyrirtækisins Pixar.

Sýnir sixpakkann

Það er ekki hægt að segja að hasarleikarinn Jean-Claude Van Damme, 51 árs, sé ekki í góðu formi. Eins og sjá má á myndunum sýndi Jean-Claude sixpakkann með glöðu geði...

Fyrrverandi eiginmaður Winehouse í öndunarvél

Blake Fielder-Civil, fyrrverandi eiginmanni Amy Winehouse, er haldið sofandi í öndunarvél eftir óhóflega drykkju og lyfjaneyslu. Unnusta Blakes fann hann andstuttan á föstudag og var hann fluttur með hraði á spítala. Þar varð ljóst að fjölmörg líffæri virkuðu ekki sem skyldi. Blake hitti unnustu sína í meðferð fyrir þremur árum. Hún sagðist í samtali við fjölmiðla í gær biðja fyrir því að hann myndi lifa af. Hún búi sig hins vegar undir það að hann vakni aldrei.

Liberty Ross losar sig við giftingahringinn

Leikkonan Liberty Ross hefur verið mynduð síðustu daga án giftingarhringsins en hún er gift leikstjóranum Rupert Sanders sem hélt fram hjá henni með leikkonunni Kristen Stewart eins og frægt er orðið. Ross hefur fjarlægt hringinn af fingri sér og flaggað því fyrir ljósmyndara í Los Angeles á meðan Sanders heldur greinilega enn þá í vonina því leikstjórinn skartar enn sínum hring.

Hænsnabrúðkaup og rokktónleikar

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi hefst með pompi og prakt í dag og stendur yfir helgina. Rokkið verður í hávegum haft í kvöld þegar Kiryama Family, Wicked Strangers, hljómsveitin Elín Helena, Foreign Monkeys, Caterpillarmen og Vintage Caravan koma fram í Miðbæjargarðinum. Mannakorn og Stuðlabandið halda fjörinu gangandi annað kvöld og á laugardaginn leika Raggi Bjarna, Þorgeir Ástvalds og Þorvaldur Halldórs fyrir dansi í hátíðartjaldinu. Þá verður einnig boðið upp á sléttusöng, flugeldasýningu og margt fleira.

Glímir við ókunnugan ljósmyndaþjóf á alheimsnetinu

"Hún sendi mér póst í byrjun vikunnar þar sem hún þakkar mér fyrir að setja myndirnar mínar inn á Facebook svo hún geti stolið þeim. Ég áttaði mig þá á því að hún hlyti að vera vinur minn á Facebook og þá undir öðru nafni þannig ég ákvað að fara í gegnum vinalistann minn og henda út öllum sem ég þekkti annað hvort lítið eða ekkert. Síðan þá hef ég fengið um fimm vinabeiðnir á dag frá henni og alltaf undir nýju nafni,“ segir María Guðrún Rúnarsdóttir nemandi í ljósmyndun við BTK skólann í Berlín. Ókunnug manneskja er kallar sig Maejapaejapictures á Facebook hefur stolið fjölda mynda Maríu Guðrúnar en segir síðuna vera aðdáendasíðu.

Fær hærri laun en strákarnir

Konur í Hollywood virðast ekki þurfa að berjast gegn launamuni kynjanna ef marka má nýjustu fréttir af samningum fyrir aðra myndina af þrennunni um Hunger Games, Catching Fire.

Sjá næstu 50 fréttir