Lífið

Hógvær stórsöngvari

Tony Bennett kom til landsins í gær. Óskalisti söngvarans er stuttur og kröfunum stillt í hóf. nordicphotos/getty
Tony Bennett kom til landsins í gær. Óskalisti söngvarans er stuttur og kröfunum stillt í hóf. nordicphotos/getty
Bandaríski söngvarinn Tony Bennett kemur fram á tónleikum í Hörpunni í kvöld. Söngvarinn lenti ásamt föruneyti sínu á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í gær og hélt þá strax út á land til að skoða náttúru landsins.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lá leið Bennett og fjölskyldu hans út fyrir borgarmörkin skömmu eftir lendingu, en söngvarinn var sagður spenntur fyrir því að virða fyrir sér náttúrufegurð landsins. Með honum í för voru eiginkona hans, sonur og dóttir hans, Antonia Bennett, sem mun einnig koma fram á tónleikunum í kvöld.

Fréttablaðið hefur einnig heimildir fyrir því að óskalisti söngvarans gamalkunna sé mjög hófstilltur. Bennett fer meðal annars fram á að búningsherbergi hans sé búið ávaxtaskál, nokkrum samlokum, koffínlausu kaffi, vatnsflöskum og tveimur vínflöskum. Hann óskar einnig eftir því að stór spegill sé í herberginu sem og stóll með beinu baki og nokkur handklæði.

Ferill Bennett spannar um sextíu ár og á þeim tíma hefur hann unnið til sautján Grammy-verðlauna, tveggja Emmy-verðlauna og selt um 50 milljón plötur um heim allan. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.