Glæsilegur afmælispakki Trausti Júlíusson skrifar 10. ágúst 2012 20:00 Það eru 10 diskar og bók í Philadelphia International-pakkanum Þeir Kenneth Gamble og Leon Huff stofnuðu Philadelphia International plötufyrirtækið árið 1971 í Fíladelfíuborg. Það naut mikillar velgengni á áttunda áratugnum og í upphafi þess níunda. Þekktustu tónlistarmennirnir hjá PI voru The O'Jays, Billy Paul, Harold Melvin and the Blue Notes og Lou Rawls, en fjölmargir aðrir voru á mála hjá fyrirtækinu. PI var mikilvægasta sálartónlistarútgáfa áttunda áratugarins. Hún starfaði í svipuðum anda og Motown og Stax gerðu á sjöunda áratugnum, en tónlistin var fágaðri og meira fínpússuð útgáfa af sálartónlist með mikilli áherslu á strengjaútsetningar. Hún hafði mikil áhrif á popptónlistarhljóm áttunda áratugarins, diskóið og danstónlistina. Mikill meirihluti tónlistar PI var tekin upp í Sigma Sound-hljóðverinu og eins og Motown og Stax hafði PI húshljómsveit sem spilaði undir hjá hinum ýmsu listamönnum útgáfunnar. Það var M.F.S.B. (Mother Father Sister Brother), sem einnig gaf út eigin plötur sem margar náðu vinsældum. Hinn fágaði hljómur Gambles og Huffs vakti mikla athygli og varð meðal annars til þess að David Bowie tók plötuna sína Young Americans upp í Sigma Sound árið 1974. Fyrir nokkrum vikum gaf Harmless-útgáfan út veglegan 40 ára afmælispakka með tónlist Philadelphia International. Harmless er þekktust fyrir ódýrar endurútgáfur af fönki og grúvi, en hér hafa forsvarsmenn hennar ákveðið að leggja allt undir. Í PI afmælispakkanum eru 165 lög á tíu geisladiskum, næstum því þrettán klukkutímar af tónlist. Það fylgir líka 60 blaðsíðna bók með ýtarlegum upplýsingum og útgáfulista, skrifuð af Ralph Tee og David Grimes sem báðir eru á meðal virtustu PI-sérfræðinga heims. Tónlist PI hefur verið margendurútgefin, en þessi nýi afmælispakki er í sérflokki. Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Þeir Kenneth Gamble og Leon Huff stofnuðu Philadelphia International plötufyrirtækið árið 1971 í Fíladelfíuborg. Það naut mikillar velgengni á áttunda áratugnum og í upphafi þess níunda. Þekktustu tónlistarmennirnir hjá PI voru The O'Jays, Billy Paul, Harold Melvin and the Blue Notes og Lou Rawls, en fjölmargir aðrir voru á mála hjá fyrirtækinu. PI var mikilvægasta sálartónlistarútgáfa áttunda áratugarins. Hún starfaði í svipuðum anda og Motown og Stax gerðu á sjöunda áratugnum, en tónlistin var fágaðri og meira fínpússuð útgáfa af sálartónlist með mikilli áherslu á strengjaútsetningar. Hún hafði mikil áhrif á popptónlistarhljóm áttunda áratugarins, diskóið og danstónlistina. Mikill meirihluti tónlistar PI var tekin upp í Sigma Sound-hljóðverinu og eins og Motown og Stax hafði PI húshljómsveit sem spilaði undir hjá hinum ýmsu listamönnum útgáfunnar. Það var M.F.S.B. (Mother Father Sister Brother), sem einnig gaf út eigin plötur sem margar náðu vinsældum. Hinn fágaði hljómur Gambles og Huffs vakti mikla athygli og varð meðal annars til þess að David Bowie tók plötuna sína Young Americans upp í Sigma Sound árið 1974. Fyrir nokkrum vikum gaf Harmless-útgáfan út veglegan 40 ára afmælispakka með tónlist Philadelphia International. Harmless er þekktust fyrir ódýrar endurútgáfur af fönki og grúvi, en hér hafa forsvarsmenn hennar ákveðið að leggja allt undir. Í PI afmælispakkanum eru 165 lög á tíu geisladiskum, næstum því þrettán klukkutímar af tónlist. Það fylgir líka 60 blaðsíðna bók með ýtarlegum upplýsingum og útgáfulista, skrifuð af Ralph Tee og David Grimes sem báðir eru á meðal virtustu PI-sérfræðinga heims. Tónlist PI hefur verið margendurútgefin, en þessi nýi afmælispakki er í sérflokki.
Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira