Lífið

Þórunn Antonía hitti Kelly Osbourne

Þórunn Antonía með Kelly Osbourne í Chicago
Þórunn Antonía með Kelly Osbourne í Chicago mynd/einkasafn ÞAM
Þórunn Antonía Magnúsdóttir, sem gaf nýverið út plötuna Star-Crossed, hitti enga aðra en Kelly Osbourne á tónlistarhátíðinni Lollapalooza í Chicago.

Of Monsters and Men og Sigur­rós komu fram á hátíðinni sem og Þórunn. Hún söng með hljómsveitinni Thenewno2. Þórunn er gestasöngkona á plötu hljómsveitarinnar sem kom út í Bandaríkjunum í sumar. Þórunn hefur í nægu að snúast um þessar mundir því hún planar að halda útgáfutónleika á næstunni. Þá kemur hún fram á Gay Pride í lok skrúðgöngunnar á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.