Lífið

Liberty Ross losar sig við giftingahringinn

Leikkonan Liberty Ross á erfitt með að fyrirgefa eiginmanni sínum, Rupert Sanders, hliðarsporið með Kristen Stewart. 
Nordicphotos/getty
Leikkonan Liberty Ross á erfitt með að fyrirgefa eiginmanni sínum, Rupert Sanders, hliðarsporið með Kristen Stewart. Nordicphotos/getty
Leikkonan Liberty Ross hefur verið mynduð síðustu daga án giftingarhringsins en hún er gift leikstjóranum Rupert Sanders sem hélt fram hjá henni með leikkonunni Kristen Stewart eins og frægt er orðið. Ross hefur fjarlægt hringinn af fingri sér og flaggað því fyrir ljósmyndara í Los Angeles á meðan Sanders heldur greinilega enn þá í vonina því leikstjórinn skartar enn sínum hring.

Samkvæmt vefmiðlinum Hollywoodlife.com er Ross brjáluð út í eiginmanninn og vill ekkert við hann tala. Fyrstu fregnir af framhjáhaldi Sanders hermdu að Ross ætlaði að fyrirgefa manni sínum hliðarsporið fyrir börnin þeirra tvö. Núna ku Ross vera viss um að Sanders og Stewart hafi átt í ástarsambandi í dágóðan tíma og að hann sér enn þá ástfanginn af leikkonunni ungu. Ross er sögð vera komin með skilnaðarlögfræðing og ætli að fara í hart við Sanders.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.