Lífið

Full af svörtu gamni

Keira Knightley og Steve Carell fara með aðalhlutverkin í svörtu kómedíunni Seeking a Friend for the End of the World sem kemur í bíóhúsin á föstudaginn.

Kvikmyndin hefur fengið góða dóma, imdb.com

Loftsteinninn Matilda stefnir á jörðina og heimsendir er boðaður innan þriggja vikna. Eiginkona persónu Carells, Dodge Petersen, yfirgefur hann þegar þau heyra fréttirnar og hann ákveður í kjölfarið að leggja upp í vegferð á heimaslóðir til að endurnýja kynnin við æskuástina sína Oliviu.

Nágranni hans, Penny Lockhart, leikin af Knightley, slæst í för með honum og úr verður bráðfyndin skemmtun með vott af rómantík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.