Lífið

Leikur afturgöngu

Ísgerður Gunnarsdóttir í förðun fyrir hlutverk sitt í bíómyndinni Four Walls.
Ísgerður Gunnarsdóttir í förðun fyrir hlutverk sitt í bíómyndinni Four Walls.
Það gengur vel hjá leikkonunni Ísgerði Gunnarsdóttur sem flutti til Englands í byrjun sumars til að reyna fyrir sér í kvikmyndabransanum þar en hún landaði nýlega hlutverki í breskri bíómynd sem afturganga.

„Tökur byrjuðu núna í vikunni og fyrsti dagurinn minn var á mánudaginn. Þetta er spennumynd sem ber vinnuheitið Four Walls. Leikstjórinn heitir JP Davidson og er líka handritshöfundur. Framleiðandi er Eye­line Entertainment. Ég leik afturgöngu sem dó á dularfullan hátt svo þetta er mjög blóðugt hlutverk. Ég veit ekki hvort mamma eigi eftir að vilja sjá þetta," segir Ísgerður.

„Ég fékk sent handritið og las það áður en ég fór í inntökuprófið. Svo var mér sagt hvaða senu við færum í og við gerðum hana á nokkra mismunandi vegu og svo stuttu seinna var haft samband við umboðsmanninn minn og mér boðið hlutverkið".

Það hlýtur að taka á að leika hlutverk þar sem þú ert útötuð í blóði? „Jú, það var svo­lítið erfitt af því það var svo rosalega mikið blóð. Það var þrædd slanga í gegnum hárið á mér sem lét blóðið leka niður andlitið á mér svo það var svolítið erfitt að halda augunum opnum en maður gerir auðvitað allt til að þetta líti sem best út."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.