Lífið

Woody Allen og stjörnurnar í Róm

Nýjasta mynd Woodys Allen, To Rome With Love, kemur í kvikmyndahús á föstudaginn. Myndin segir sögu nokkurra ólíkra einstaklinga í borginni Róm á Ítalíu og ævintýrin sem þeir lenda í þar og hvernig þau fléttast saman.

Sjálfur fer Woody Allen með hlutverk í myndinni en eins og við er að búast þegar myndirnar hans eru annars vegar er þar allt morandi í stórstjörnum.


Myndin fær ágæta dóma, meðal annars á imdb.


Með önnur helstu hlutverk fara snillingurinn Roberto Benigni, Judy Davis, Alec Baldwin, Jesse Eisenberg, Penélope Cruz og Ellen Page. -trs





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.