Lífið

Frosin í brosi

Johnny Rock Draggkóngur Íslands 2012 á sviði Eldborgar að sjarma dömurnar upp úr skónum líkt og hann gerir manna best enda þrælmyndarlegur og sjarmatröll með meiru.
Johnny Rock Draggkóngur Íslands 2012 á sviði Eldborgar að sjarma dömurnar upp úr skónum líkt og hann gerir manna best enda þrælmyndarlegur og sjarmatröll með meiru.
Johnny Rock og Shady Jones báru sigur úr býtum í fimmtándu Draggkeppni Íslands í fyrradag og eru bæði í skýjunum.

Draggkeppni Íslands var haldin í fimmtánda sinn í fyrradag og var gleði og glamúr allsráðandi í Eldborgarsal Hörpu. Johnny Rock var krýndur Draggkóngur Íslands og Shady Jones hin nýja Draggdrottning Íslands. Georg Erlingsson Merrit, framkvæmdastjóri keppninnar, segir kvöldið hafa verið algjöra „geggjun“ og fer fögrum orðum um keppendur og kynni.

Guðrún Móbus Bernharðs er konan að baki draggkóngnum. „Ég er frosin í brosi eða eins og Johnny Rock myndi segja það þá er gott að feta í fótspor sjálfs konungsins,“ og á við sjálfan Elvis Presley. Þetta er í annað sinn sem hún hlýtur titilinn en árið 2010 var hún annar meðlimur fyrsta dúettsins til að keppa og sigra í keppninni um Draggkóng Íslands. Simon Cramer Larsen er maðurinn að baki Shady Jones og segir markmið þátttökunnar hafa verið að skemmta sér. „Að vinna var mögnuð upplifun. Ég og vinur minn erum svolítið í vímu í dag,“ segir Simon. „Ég hef alltaf verið að berjast á móti staðalímyndum en sumu fólki finnst maður bara vilja vera kona ef maður klæðir sig í dragg en það er síður en svo, þetta er list.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.