Fleiri fréttir

Fjölmenni á frumsýningu Ragnhildar Steinunnar

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var fullt út úr dyrum í Bíó Paradís á frumsýningu heimildarmyndar Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, Hrafnhildur, sem fjallar um Hrafnhildi sem fór í kynleiðréttingu. Ragnhildur Steinunn prýðir forsíðu Lífsins, fylgiblað Fréttablaðsins, á morgun föstudag.

Stallone syrgir soninn í Cannes

Sylvester Stallone, 66 ára, er staddur í Cannes í Frakklandi ásamt fjölskyldunni á lúxussnekkju eins og sjá má á myndunum í myndasafni. Eiginkona hans Jennifer Flavin og börnin þeirra Sophia, Sistine og Scarlet njóta lífsins um borð en syrgja á sama tíma bróður sinn, Sage Stallone, sem fannst látinn aðeins 36 ára að aldri eftir banvænan skammt af fíkniefnum í júlí.

Fótboltahetja fækkar fötum

Fótboltakappinn Cristiano Ronaldo, 27 ára, hefur ekkert til að skammast sín fyrir þegar kemur að líkamsbyggingu og hreysti en hann afklæddist...

Robert talar í beinni

Sjarmörinn raunamæddi, Robert Pattinson, hefur boðað komu sína í ameríska þáttinn Good Morning America á miðvikudaginn í næstu viku, 15. ágúst.

Þvílíkur munur

Það er ekki hægt að segja annað en að nýji stílisti bresku söngkonunnar Jessie J, 24 ára, sem skaust upp á stjörnuhimininn með þvílíkum látum þegar lag hennar do it like a dude sló í gegn. Hún viðurkennir að hún leit út eins...

Frægar Hollywood fjölskyldur

Frægir í Hollywood hafa oft á tíðum öðlast frægð fyrir það eitt að eiga fræga foreldra á sama tíma og ættingjar þeirra sem hafa unnið sér til frægðar með afrekum og dugnaði njóta oft góðs af.

Sofia Vergara ólétt á tökustað

Leikkonan Sofia Vergara fór á kostum á tökustað gamanþáttanna "Modern Family" í vikunni en upptökur standa nú yfir á nýrri þáttaröð.

Stiller vill fá Íslendinga

Fyrirsætufyrirtækið Eskimo-Casting á Íslandi leitar nú logandi ljósi að íslensku sjósunds- og þríþrautarfólki fyrir hönd kvikmyndafyrirtækisins Fox Studios.

Strandvörður í hjólastól í sigurliði mýrarboltans

„Auðvitað langar mann alltaf ógeðslega mikið að fara inn á völlinn og spila með, en stemningin í liðinu okkar er svo rosalega góð og mikið sprellað og haft gaman svo það er alveg þvílíkt skemmtilegt hjá okkur utan vallar líka,“ segir hin 22 ára gamla Arna Sigríður Albertsdóttir, fyrirliði Team Hasselhoff sem sigraði í kvennadeild mýrarboltans á Ísafirði í ár.

Hefð að enda á Queen-lagi

Hljómsveitin In Siren fagnar útgáfu plötunnar In Between Dreams á Gamla Gauknum í kvöld. Hljómsveitin hefur gert það að hefð að ljúka tónleikum sínum á Queen-laginu The Prophet‘s Song, en lagið er rúmar átta mínútur að lengd.

Tískufrumkvöðull látinn

Ítalski tískublaðamaðurinn og frumkvöðullinn Anna Piaggi er látin 81 árs að aldri. Piaggi setti sinn svip á tískuheiminn en hún var með reglulega pistla og tískuþætti í ítalska Vogue og Vanity Fair. Einnig var Piaggi daglegur gestur á götutískubloggum úti um allan heim þar sem fatastíll hennar þótti einstaklega frumlegur og litríkur. Hún var mikill aðdáandi breska fatahönnuðarins Vivianne Westwood og bar yfirleitt skrautleg höfuðföt frá Prudence Millinery.

Málar á bakarí og verkstæði

Okkur finnst prentaðir vínyldúkar ljótir og viljum hafa karakter í lógóum. Við handmálum því auglýsingar og skilti fyrir fólk, segir Björn Loki Björnsson, nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands.

Fæddist andvana

Söngvarinn Gary Barlow er harmi sleginn eftir að barn hans fæddist andvana um helgina. Breski tónlistarmaðurinn gaf út yfirlýsingu ásamt eiginkonu sinni Dawn þar sem þau óskuðu eftir friði og ró til að takast á við sorgina. „Dawn og ég erum sorgmædd yfir að segja frá því að við misstum barnið okkar. Poppy Barlow fæddist andvana þann 4. ágúst í London, eftir átta og hálfs mánaðar meðgöngu. Við ætlum að einbeita okkur að því að halda fallega jarðarför og biðjum um frið á þessum erfiðu tímum.“ Barlow og eiginkona hans eiga þrjú börn fyrir.

Kviknakin í sundi

Lady Gaga setur nú myndir af sér og Taylor Kinney sem hún kynntist við tökur á You and I tónlistarmyndbandinu á síðasta ári þar sem söngkonan var í gervi hafmeyjar á internetið...

Greinilega eitthvað í gangi

Leikararnir Ashton Kutcher, 34 ára, og Mila Kunis, 28 ára, sem kynntust fyrir fjórtán árum þegar þau léku saman í sjónvarpsþættinum That´70s Show leiddust hönd í hönd á flugvellinum í Bali í gær. Eins og sjá má á myndinni var parið afslappað að sjá en það er á leiðinni í vikuferðalag. Hvort skötuhjúin sem eru tilbúin að opinbera sambandið innan tíðar að sögn vina fá næði í fríinu er ólíklegt miðað við það að ljósmyndarar elta þau hvert einasta spor sem þau stíga. Eins og er er Ashton staddur í miðju skilnaðarferli við leikkonuna Demi Moore.

Jakob Frímann og Birna Rún eignast stúlku

"Dásamleg lítil dama fæddist okkur í gærkvöldi. Öllum heilsast vel. Sú dálitla hér í faðmi Jarúnar Júlíu, stóru systur. — með Birna Rún Gísladóttir", skrifar Jakob Frímann Stuðmaður á Facebooksíðuna sína en hann eignaðist sína aðra dóttur með Birnu Rún Gísladóttur. Jarúna Júlía dóttir þeirra er 5 ára. Stuðmaðurinn prýddi forsíðu Lífsins ásamt hljómsveitinni í heild sinni í síðustu viku. Líifð óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.

Jæja þá er rokkarinn vaknaður

Fyrrverandi American Idol stjarnan Steven Tyler, 64 ára, hefur vakið rokkarann innra með sér. Eins og sjá má á myndinni var hann með fráhneppta skyrtu og vindil í munnvikinu á götum Los Angeles í gær...

Algjörlega augabrúnalaus

Eins og sjá má á myndunum er Kelly Osbourne augabrúnalaus. Fjólubláa hárið hennar náði ekki að skyggja á augabrúnaleysið sem fór ekki fram hjá nokkrum manni þegar hún mætti á rauða dregilinn...

Keira Knightley þreytuleg á tökustað

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var leikkonan Keira Knightley þreytuleg að sjá í vikunni er hún yfirgaf hjólhýsi sitt á tökustað myndarinna "Can a Song Save Your Life?" í New York. Keira sem var í fylgd lífvarðar veitti ljósmyndurum sem eltu hana á röndum enga athygli.

Ánægðar mæðgur

Leikkonan Katie Holmes, 33 ára, og dóttir hennar Suri nutu þess að fá sér hádegisverð í New York í gær...

Hannar púða og sessur sem fylltar eru með heyi

Fabio Del Percio flutti til Íslands ásamt konu sinni, Önnu Giudice, eftir að hafa heimsótt landið nokkrum sinnum. Hjónin hanna sessur og "grjóna"púða sem fyllt er með íslensku heyi auk þess sem þau selja ítalska hönnun í verslun sinni í Bergstaðastrætinu. Að sögn Fabio reka forvitnir vegfarendur oft nefið inn á vinnustofu þeirra hjóna til að komast að því hvað þau eru að framleiða úr heyinu. Hugmyndina að sessunum og púðunum segist hann hafa fengið frá uppeldisárum sínum á ítölskum sveitabæ.

Sýnir ljósmyndir í Sjanghæ

"Ég gerði samning við þá og þetta er fyrsta sýningin af framtíðarsamstarfi," segir ljósmyndarinn Egill Bjarki Jónsson sem opnaði sína fyrstu sýningu og gaf út bók í Sjanghæ laugardaginn 21. júlí. Sýningin fangar ljósmyndun hins víðförla Egils en myndirnar eru frá Íslandi, Noregi, Danmörku og Sjanghæ.

Í leikstjórnarstólinn

Söngkonan Beyoncé hyggst leikstýra heimildarmynd sem gefur aðdáendum svolitla innsýn í líf hennar. Beyoncé og eiginmaður hennar Jay-Z hafa hingað til reynt að halda einkalífi sínu utan fjölmiðla.

Þjónaði til borðs

Leikarinn Mark Ruffalo átti notalega kvöldstund með vinum sínum á Chateau Marmont hótelinu fyrr í vikunni og rifjaði um leið upp gamla takta frá því hann starfaði sem þjónn.

Rækjusalat og Ritz-kex í LA

„Ég ákvað að bjóða nokkrum íslenskum stelpum sem búa í Los Angeles heim til mín. Við vorum tíu stelpur sem hittumst heima hjá mér þetta kvöld, sumar þekkti ég lítið sem ekkert en aðrar eru mjög góðar vinkonur mínar,“ segir söngkonan Svala Björgvinsdóttir sem kom á fót íslenskum saumaklúbbi í Los Angeles.

Barnastjarna í vanda

Leikarinn Macaulay Culkin er sagður glíma við eiturlyfjavanda sem gæti dregið hann til dauða. Tímaritið National Enquirer heldur þessu fram á forsíðu sinni og segir Culkin hafa ánetjast heróíni og eyða allt að sjö hundruð þúsund krónum á mánuði í heróín og önnur eiturlyf.

Skiptir um lífsstíl og stefnir á víkingaform

„Næstu mánuðir verða teknir í líkamsræktarstöðinni,“ segir leikarinn Damon Younger sem stefnir á að taka upp heilbrigðari lífsstíl til að koma sér í form fyrir tökur á fransk-íslenskri stuttmynd.

Fóru saman á stefnumót

Söngkonan Katy Perry og söngvarinn John Mayer sáust saman í annað sinn á fimmtudagskvöldið. Parið sást fyrst haldast í hendur á veitingastaðnum Soho House í Hollywood í lok júlí.

Dreymir um þriðju myndina um Stellu

„Í alvöru?“ spyr Edda Björgvinsdóttir leikkona þegar henni er tjáð að fjórðungur þjóðarinnar hafi horft á hana fara á kostum í gamanmyndinni Stellu í orlofi sunnudaginn 29. júlí á RÚV samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent Gallup. Kvikmyndin er frá árinu 1986 og er óhætt að segja að hún eigi sérstakan stað í hjörtum landsmanna.

Aldrei lognmolla í Twilight-heimi

Nú hefur öllu starfsfólki fjórðu Twilight-myndarinnar, Breaking Dawn, verið bannað að tjá sig svo mikið sem með einu orði um framhjáhald Kristen Stewart. Bannið var sett á í kjölfar afar saklausra ummæla leikkonunnar Christian Serratos þar sem hún sagðist í viðtali ekki hafa áhyggjur af því að framhjáhaldið myndi hafa áhrif á miðasölu myndarinnar, sem kemur út í nóvember. Christian þessi leikur vinkonu Bellu, Angelu Weber, í myndunum.

Kjarni innsetningar fangaður í bókverki

Útgáfu bókverksins Path – Journey to the Centre var fagnað í Bókaútgáfunni Crymogeu í vikunni, en bókin er samstarfsverkefni myndlistarkonunnar Elínar Hansdóttur og bandaríska rithöfundarins Rebeccu Solnit. Upphaf samstarfsins má rekja til þess þegar Rebecca var stödd hér á landi árið 2009 og sá og heillaðist af samnefndu verki Elínar í Listasafni Íslands. „Við Rebecca hittumst fyrir tilviljun hér á Íslandi það ár. Hún lýsti yfir áhuga á að skrifa um sína reynslu af verkinu og við ákváðum að gefa út lítið bókverk í kjölfarið," segir Elín, sem stödd er hér á landi til að fagna útgáfu bókarinnar, en hún hefur verið búsett í Berlín í nær áratug.

Átta önnur fræg framhjáhöld

Tímaritið US Weekly ljóstraði upp um framhjáhald Kristen Stewart og leikstjórans Ruperts Sanders í síðustu viku. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu enda var Stewart í sambandi með Robert Pattinson og Sanders kvæntur og tveggja barna faðir. Fleiri Hollywood-stjörnur hafa þó orðið fyrir því að misstíga sig svo opinberlega og í kjölfarið orðið fyrir álitshnekki. Við tókum saman átta önnur fræg framhjáhöld sem hægt er að skoða með því að smella á myndina og fletta myndasafninu.

Rokkhátíð á Dillon um helgina

Rokk Festival veitingahússins Dillon verður haldið eins og undanfarin ár um verslunarmannahelgina. Um er að ræða sjöundu útihátíð veitingahússins og má segja að tónlistarsenan sé með flottara móti þetta árið eins og segir í tilkynningu staðarins...

Grasrótarvettvangur íslenskra kvikmynda

Hinir árlegu Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíó Paradís dagana 3.-4. september næstkomandi. Stuttmyndadagar hafa verið grasrótarvettvangur íslenskra kvikmynda allt frá 1991. Þar hafa fjölmargir kvikmyndagerðarmenn, sem síðar hafa getið sér gott orð, stigið sín fyrstu spor. Keppt er um bestu stuttmyndirnar og verða veitt 100, 75 og 50 þúsund krónur fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið. Einnig verða veitt áhorfendaverðlaun og mun Sjónvarpið sýna verðlaunamyndirnar. Þá verður leikstjóra þeirrar myndar sem hlýtur fyrsta sætið boðið á Kvikmyndahátíðina í Cannes að ári þar sem myndin tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner.

Dorrit klæddist skrautbúningi frá 1938

Dorrit Moussaieff forsetafrú var að vanda glæsileg þegar eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta í fimmta sinn á miðvikudaginn

Fylgir Madonnu hvert fótspor

Madonna, 53 ára, var mynduð ásamt unnusta sínum, dansaranum Brahim Zaibat, 24 ára, í Vínarborg í fyrradag...

Draggkeppni á glæsilegasta sviði landsins

„Það er varla hægt að gera dagskránna veigameiri en síðustu ár því hún er alltaf svo flott. En þetta verður dúndur glamúr og skemmtun í glæsilegasta sal landsins,“ segir listamaðurinn Georg Erlingsson Merritt um Draggkeppni Íslands sem haldin verður í fimmtánda sinn næsta miðvikudag.

Simmi og Jói standa vaktina í Eyjum

Athafnamennirnir Simmi og Jói ætla að halda til í Vestmannaeyjum um helgina þar sem þeir munu grilla FABRIKKUHAMBORGARA ofan í svanga þjóðhátíðargesti.

Til að forðast þynnku og viðbjóð

"Til þess að forðast þynnku og viðbjóð mæli ég með því að fólk reyni að borða næringaríkan mat og sleppi því að blanda drykkina með sykurleðju. Hollt "snakk" og drykkir er eitthvað sem fólk ætti að taka með sér í ferðalagið...

Sjá næstu 50 fréttir