Lífið

Allt óljóst í Twilight-heimi

Framhjáhald Kristen Stewart virðist ætla að eyðileggja fleira en ástarlífið fyrir henni.
Nordicphotos/Getty
Framhjáhald Kristen Stewart virðist ætla að eyðileggja fleira en ástarlífið fyrir henni. Nordicphotos/Getty
Enn af máli málanna í Hollywood, Kristen Stewart og Robert Pattinson.

Á meðan Rob undirbýr sig fyrir viðtal í sjónvarpsþættinum Good Morning America á miðvikudagsmorgun, þar sem ef marka má heimildir þáttastjórnendum verður leyfilegt að spyrja hann að hverju sem er, virðist Kristen vera að reyna að skríða í felur. Ekki nóg með að hún sé búin að boða forföll á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, On The Road, í næstu viku heldur segir sagan að hún hafi líka dregið til baka ákvörðun sína um að taka að sér aðalhlutverkið í myndinni Cali. Hún hafði einnig ætlað að framleiða þá mynd, ásamt Nick Cassavetes, svo það eru allar líkur að hún ákveði að halda sig eingöngu hinum megin við myndatökuvélarnar að þessu sinni.

Twilight-aðstandendur reyna nú allt sem þeir geta til að beina sjónum aðdáenda myndanna að öðru en framhjáhaldinu og hafa gefið út að endirinn á síðustu myndinni, sem er væntanleg í nóvember, verði allt öðruvísi en í bókinni. Bæði eru þau Rob og Kristen sögð hafa elskað nýja endirinn og segja hann hafa komið sér mikið á óvart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.