Heimskunn frá Hong Kong 10. ágúst 2012 19:30 Yip's-barnakórinn hefur flutt fljölbreytta tónleikadagskrá í yfir 45 löndum í sex heimsálfum frá árinu 1984 og heimsækir ísland um helgina og tekur lagið með sínum einstaka hætti í Hörpu og Grensáskirkju. Kórinn ferðast um heim allan og flytur fjölbreytta tónlist frá tíma endurreisnar til nútímans og hefur komið fram með heimsfrægum listamönnum, til dæmis hinum frábæra sellóleikara Yo-Yo Ma. Einnig hefur kórinn á þrjátíu ára ferli sínum sungið inn á fjölda geisladiska. ''Kórfélagar hafa fengið nokkra reynslu á óperusviðinu og hefur kórinn tekið þátt í óperusýningunum Carmen og Turandot við Hong Kong-óperuna árin 2005 og 2006," segir Margrét Jóhanna Pálmadóttir, aðalstjórnandi og stofnandi Stúlknakórs Reykjavíkur, sem tekur á móti hinum heimskunna Yip?s-barnakór frá Hong Kong á morgun. Kórinn syngur í Hörpu á sunnudag milli klukkan tvö til fjögur. "Þau verða með eina tónleikadagskrá í Hörpu og svo koma þau til okkar í þakklætisskyni og við skiljum eftir góða orku í Grensáskirkju," segir Margrét. Kórarnir sameina krafta sína við guðsþjónustu klukkan ellefu á sunnudaginn og á kveðjutónleikum í kirkjunni á þriðjudagskvöld klukkan hálf níu. Sönglistastofnun Dr. Yip Wai-Hong í Hong Kong hefur frá árinu 1983 alið upp þúsundir tónlistarnema og er frumkvöðlastarf hans á sviði sönguppeldis vel þekkt víða um heim. Í kórnum eru rúmlega 800 nemendur og ferðast sérstakur tónleikakór um heiminn, þar á meðal hingað til lands. Í honum eru 42 söngvarar og hljóðfæraleikarar á aldrinum níu til sautján ára. Tónleikadagskrá Yip?s-kórsins er með fjölbreyttasta móti. Hún inniheldur allt frá djassi, þjóðlagatónlist og trúarlegu efni til vel valdra Broadway-söngleikjalaga og hefur verið flutt í yfir 45 löndum í sex heimsálfum frá árinu 1984. Þetta er önnur heimsókn kórsins til landsins en Margrét var gestgjafi hans árið 1996. "Þá söng hann og dansaði ógleymanlega á menningarnótt í Ráðhúsi Reykjavíkur," segir hún glöð. Kórnum var þá stjórnað af stofnandanum en nú stýrir Sincere Yip, dóttir hans, kórnum. Hún lauk meistaragráðu í tónlistarkennslu frá UCLA í Los Angeles árið 1982. "Stúlknakór Reykjavíkur er einnig fjölmennur á okkar vísu og eru félagar nú um 140 á aldrinum fimm til 25 ára. Kórinn tekur inn nýjar stúlkur á hverju ári og er þeim skipt í deildir eftir aldri og getu," segir Margrét og bætir við að stofnandi Yip?s-stofnunarinnar hafi ekki átt orð yfir hreinan hljóm stúlknakórsins í fyrrnefndri heimsókn. "Hann spurði mig hvernig ég færi að því að búa til svona fallegan hljóm og ég sagði að það væri hernaðarleyndarmál. Það er samt staðreynd að börnin mín syngja mjög hreint þó við séum ekki með svona rosasýningu né æfum fimm sinnum í viku eins og þessir krakkar en ég segi alltaf að sama hvað þið syngið þá nennir enginn að hlusta á ykkur ef það er falskt," segir Margrét kokhraust. Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Kórinn ferðast um heim allan og flytur fjölbreytta tónlist frá tíma endurreisnar til nútímans og hefur komið fram með heimsfrægum listamönnum, til dæmis hinum frábæra sellóleikara Yo-Yo Ma. Einnig hefur kórinn á þrjátíu ára ferli sínum sungið inn á fjölda geisladiska. ''Kórfélagar hafa fengið nokkra reynslu á óperusviðinu og hefur kórinn tekið þátt í óperusýningunum Carmen og Turandot við Hong Kong-óperuna árin 2005 og 2006," segir Margrét Jóhanna Pálmadóttir, aðalstjórnandi og stofnandi Stúlknakórs Reykjavíkur, sem tekur á móti hinum heimskunna Yip?s-barnakór frá Hong Kong á morgun. Kórinn syngur í Hörpu á sunnudag milli klukkan tvö til fjögur. "Þau verða með eina tónleikadagskrá í Hörpu og svo koma þau til okkar í þakklætisskyni og við skiljum eftir góða orku í Grensáskirkju," segir Margrét. Kórarnir sameina krafta sína við guðsþjónustu klukkan ellefu á sunnudaginn og á kveðjutónleikum í kirkjunni á þriðjudagskvöld klukkan hálf níu. Sönglistastofnun Dr. Yip Wai-Hong í Hong Kong hefur frá árinu 1983 alið upp þúsundir tónlistarnema og er frumkvöðlastarf hans á sviði sönguppeldis vel þekkt víða um heim. Í kórnum eru rúmlega 800 nemendur og ferðast sérstakur tónleikakór um heiminn, þar á meðal hingað til lands. Í honum eru 42 söngvarar og hljóðfæraleikarar á aldrinum níu til sautján ára. Tónleikadagskrá Yip?s-kórsins er með fjölbreyttasta móti. Hún inniheldur allt frá djassi, þjóðlagatónlist og trúarlegu efni til vel valdra Broadway-söngleikjalaga og hefur verið flutt í yfir 45 löndum í sex heimsálfum frá árinu 1984. Þetta er önnur heimsókn kórsins til landsins en Margrét var gestgjafi hans árið 1996. "Þá söng hann og dansaði ógleymanlega á menningarnótt í Ráðhúsi Reykjavíkur," segir hún glöð. Kórnum var þá stjórnað af stofnandanum en nú stýrir Sincere Yip, dóttir hans, kórnum. Hún lauk meistaragráðu í tónlistarkennslu frá UCLA í Los Angeles árið 1982. "Stúlknakór Reykjavíkur er einnig fjölmennur á okkar vísu og eru félagar nú um 140 á aldrinum fimm til 25 ára. Kórinn tekur inn nýjar stúlkur á hverju ári og er þeim skipt í deildir eftir aldri og getu," segir Margrét og bætir við að stofnandi Yip?s-stofnunarinnar hafi ekki átt orð yfir hreinan hljóm stúlknakórsins í fyrrnefndri heimsókn. "Hann spurði mig hvernig ég færi að því að búa til svona fallegan hljóm og ég sagði að það væri hernaðarleyndarmál. Það er samt staðreynd að börnin mín syngja mjög hreint þó við séum ekki með svona rosasýningu né æfum fimm sinnum í viku eins og þessir krakkar en ég segi alltaf að sama hvað þið syngið þá nennir enginn að hlusta á ykkur ef það er falskt," segir Margrét kokhraust.
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning