Lífið

Bensínlaus og barnið að fæðast

Kalli Bjarni með nýfæddri dóttur sinni
Kalli Bjarni með nýfæddri dóttur sinni Mynd/Einkasafn
Það munaði litlu að Karl Bjarni Guðmundsson, sem kenndur er við Idolið, næði ekki á spítalann í tæka tíð daginn sem stúlkan hans og Brynhildar Söru Brynjólfsdóttur kom í heiminn þann 28. júní síðastliðinn.

„Það gekk ekki snurðulaust að koma þeim mæðgum upp á spítala því ég varð bensínlaus á Reykjanesbraut rétt við Grindarvíkur­afleggjara vegna þess að það er ekki hægt að taka bensín með seðlum eftir klukkan 18.00 í Grindavík. Brynhildur bar sig vel þrátt fyrir tvær til þrjár mínútur á milli hríða. Hún sagði við mig á milli hríðanna: „Alveg týpískt fyrir þig Kalli!". Þá var mamma mín ræst út sem ræsti Hrefnu vinkonu sína sem skutlaðist með okkur á spítalann og þar mætti krúttsprengjan rúmum klukkutíma síðar, 3850 grömm og 52 sentímetrar," segir Kalli Bjarni glaður í bragði. Þess má geta að Kalli spilar á Eyrar­bakkahátíðinni um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.