Lífið

Fær hærri laun en strákarnir

Þeir Liam Hemsworth og Josh Hutcherson eru ekki par sáttir með hversu miklu hærri laun mótleikkona þeirra Jennifer Lawrence fær fyrir framhaldsmyndina um Hunger Games.
Þeir Liam Hemsworth og Josh Hutcherson eru ekki par sáttir með hversu miklu hærri laun mótleikkona þeirra Jennifer Lawrence fær fyrir framhaldsmyndina um Hunger Games.
Konur í Hollywood virðast ekki þurfa að berjast gegn launamuni kynjanna ef marka má nýjustu fréttir af samningum fyrir aðra myndina af þrennunni um Hunger Games, Catching Fire.

Jennifer Lawrence er sögð hafa skrifað undir samning um að fara áfram með hlutverk Katniss Everdeen gegn því að hún fengi greiddar tíu milljónir dollara fyrir, en það er um 200% launahækkun frá fyrri myndinni. Mótleikarar hennar í myndinni, þeir Liam Hemsworth og Josh Hutcherson, fengu þó samning sem hljóðaði upp á tvær milljónir dollara og eru því að vonum ekki par sáttir með sitt hlutskipti.

Þeir segjast gera sér grein fyrir því að Lawrence fari með stærra hlutverk í myndinni og eigi því eflaust skilið aðeins feitari launamiða, en þetta þykir þeim fullmikið.

Framhaldsmyndirnar eru því í töluverðu uppnámi eins og er þar sem drengirnir hafa gefið það út að þeir komi ekki til með að sætta sig við minna en fimm milljónir dollara hvor í sinn hlut fyrir framhaldsmyndina. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta enn þá þar sem líklegt verður að teljast að kröfum þeirra verði mætt, enda framhaldsmyndin töluvert vænlegri til árangurs með þeim félögum innanborðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.