Lífið

Kardashian klanið setur gleraugu á markað

mynd/sears
Miðað við velgengni Kardashian fjölskyldunnar vestan hafs mætti halda að Kardashian klanið væri með meistaragráðu í markaðssetningu en fjöldkyldan hefur nú þegar sett nafn sitt við fatnað, fylgihluti og að ekki sé minnst á hina ýmsu safngripi eins og handklæði. Það nýjasta er gleraugnalína sem er ekki svo alslæm eins og sjá má á myndinni þar sem systurnar stilla sér upp með gleraugu á nefinu. Kim, Khloe og Kourtney eru glæsilegar klæddar í munstraða kjóla úr þeirra eigin tískulínu með Kardashian gleraugu sem fást í Sears verslunarkeðjunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.