Fleiri fréttir

Mannakorn eins og gott hjónaband

Í kvöld á Kaffi Rósenberg verða haldnir Mannakornstónleikar. Vísir hafði samband við annan forsprakka sveitarinnar, Magnús Eiríksson, til að forvitnast um samband hans við Pálma Gunnarsson. „Við erum bara fínir. Við Pálmi höfum brallað mikið saman. Eftir því sem ég best veit þá erum við góðir vinir. Þetta er eins og hvert annað hjónaband. Ef menn eru lengi saman þá er ágætt að vera líka í sundur það skerpir ástina," segir Magnús. „Ætli við höfum ekki byrjað að vinna saman '74. Við höfum eiginlega spilað á hverju ári og aldrei hætt. Yfirleitt höfum við spilað undir Mannakornaformmerkjum." „Það er hljómsveit með okkur í kvöld. Við getum spilað tveir en það er meira gaman að flytja þessi lög með hljómsveit. Biggi Baldurs og Þórir Úlfarsson verða með okkur," svarar Magnús þegar talið berst að tónleikunum í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Kaiser í þjóðleikhússtjórann

„Já, ég hef verið hvattur til þess af mörgum, bæði innan leikhússins sem utan,“ segir Sigurður Kaiser sem ætlar sér að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra.

Eurovison-leikstjóri gerir dramamynd

„Þetta er algjörlega frábært. Maður er kampakátur með þetta,“ segir leikstjórinn Baldvin Zophoníasson, eða Baldvin Z. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, Órói, hefur fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Um dramamynd er að ræða en Baldvin vill ekkert láta hafa eftir sér um söguþráðinn í bili.

Fjöldinn kom á óvart

Hjónin í Mávahlíð, Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir, voru sigurvegarar Grímunnar, Þau eru ekki búin að finna stað fyrir stytturnar tvær sem þau hlutu fyrir sýninguna Utangátta.

D12 með nýja plötu

Þrátt fyrir að vera nýbúinn að gefa út plötuna Relapse er rapparinn Eminem aftur á leiðinni í hljóðver, núna með félögum sínum í D12. „Ég og strákarnir náum vel saman, við höfum sérstök tengsl. Við ætlum aftur í hljóðverið bráðum,“ sagði Eminem. D12 var stofnuð í Detroit árið 1990 af nokkrum röppurum, þar á Eminem, Bizarre og Proof, sem var skotinn til bana fyrir þremur árum. Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar kom út.

17. júní fagnað á Spáni

Á þriðja hundrað manns sóttu í dag 17. júní hátíðahöld Íslendinga sem að þessu sinni fóru fram á Íslendingabarnum Boomerang rétt suður af í bænum Torrevieja, sem er í um 45 km. suður af Alicante á suðausturströnd Spánar.

Steinunn Sigurðardóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur

Í dag útnefndi Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð Borgarlistamann Reykjavíkur 2009. Útnefningin fór fram í Höfða og gerði Áslaug Friðriksdóttir formaður menningar- og ferðamálaráðs grein fyrir vali ráðsins á borgarlistamanni.

Þú og ég á Arnarhóli í kvöld

„Það eru komin að minnsta kosti tíu ár síðan dúettinn kom síðast saman á 17. júní ef ekki lengra síðan," svarar Helga Möller sem mun ásamt Jóhanni Helgasyni syngja þekkta slagara diskódúettsins „Þú og ég" á Arnarhóli klukkan 21.:20 í kvöld. „Við eigum þrjátíu ára starfsafmæli á þessu ári og höfum því verið að koma fram á nokkrum stöðum og það er ótrúlegt hvað margir, ungir sem aldnir, þekkja lögin okkar og syngja með." „Vonandi verður þannig stemning á Arnarhóli í kvöld," segir Helga. „Við erum líka í hljóðveri að gera ný lög sem lofa góðu og hugsum okkur að vera á ferðinni í vetur með hljómsveit með okkur. Meðal annars munum við troða upp á Nasa og á Græna Hattinum á Akureyri."

Victoria Beckham í brjóstaminnkun

Victoria Beckham hefur nú farið í sína þriðju brjóstaaðgerð. Í þetta skiptið lét hún minnka á sér barminn þar sem hún var orðin þreytt á gálu útlitinu.

Ilmur gerir heimildarmynd um islam

Leikkonan og guðfræðineminn Ilmur Kristjánsdóttir er að undirbúa heimildarmynd um islamstrú sem nefnist Islam á Íslandi. Hún og Tinna Lind Gunnarsdóttir, sem er með henni í guðfræði við Háskóla Íslands, hafa fengið handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að ljúka við handrit myndarinnar. Áætlað er að tökur hefjist í haust.

Tamílar taka upp rómantísk ástaratriði á Íslandi

„Já, ég kannast alveg við þennan leikstjóra og þetta kemur mér ekkert á óvart, að Indverjar skuli sækja hingað, þeir eru nefnilega svolítið sérlundaðir og ana stundum af stað út í óvissuna," segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Eskimo. En svo virðist, ef marka má indverska vefmiðla, að nokkur atriði í tamílsku kvikmyndinni Aadhavan verði tekin upp á Íslandi.

Heilsunámskeið í Hallormsstað

Leikkonan og jógakennarinn Ingibjörg Stefánsdóttir ætlar að bjóða upp á heilsudekursnámskeið í Hallormsstaðarskógi í sumar. Ingibjörg mun kenna áhugasömum að iðka Ashtanga jóga en samstarfskona hennar, Rannveig Gissurardóttir, mun sjá um að reiða fram holla og góða rétti fyrir fólk.

Frumsýning Grease - myndband

„Þetta er svolítið varíerað til frá rennsli til rennslis," segir Bjartmar Guðmundsson aðspurður út í hárgreiðsluna en hann fer með hlutverk Danny í söngleiknum Grease sem sýndur er í Loftkastalanum. Ísland í dag var á staðnum og spjallaði við leikendur og gesti eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Angraður af æstum konum - myndband

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær af leikaranum Robert Pattinson úr vampírumyndinni Twilight í New York við tökur á kvikmyndinni „Remember Me". Í myndskeiðinu má sjá æsta kvenkynsaðdáendur elta leikarann og nánast stökkva á hann. Sjá aðdáendurna angra Robert hér.

Hljóðfærum stolið af Sudden Weather Change

Brotist var inn í æfingahúsnæði hljómsveitarinnar Reykjavík! og stolið þaðan hljóðfærum úr eigu Sudden Weather Change sem strákarnir höfðu fengið að geyma í húsinu. Meðal annars var stolið effektum og rauðum gítar af gerðinni Fender Mustang, auk þess sem fartölva var tekin.

Alltaf gleði hjá FM 957

Stuðboltarnir á útvarpsstöðinni FM 957 héldu upp á tuttugu ára afmæli sitt á Nasa á laugardaginn. Stöðin stóð svo sannarlega undir nafni því allir voru í stuði.

Bankahrun hjá EVE Online

„Það er hægt að læra margar lexíur í EVE sem kosta ekki mikið,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Heimasíða New York Times birti grein um banka sem fór á hausinn í íslenska tölvuleiknum EVE Online eftir að bankastjórinn Ricdic stakk af með hluta af innistæðunni og seldi á svörtum markaði fyrir alvöru peninga. Eftir sitja innistæðueigendurnir með sárt ennið. Hilmar Veigar segir að erfitt sé að líkja þessu við íslenska bankahrunið enda sé EVE Online einungis tölvuleikur.

Fyrsta lagið frá Krónu

Hljómsveitin Króna gefur út sitt fyrsta lag, Annar slagur, á morgun á Tónlist.is. Króna er rokktríó skipað þeim Birgi Erni Steinarssyni, Jóni Val Guðmundssyni og Hjalta Jóni Sverrissyni.

Mixdiskur með vögguvísum

Plötusnúðarnir Gísli Galdur Þorgeirsson og Benni B-Ruff, réttu nafni Benedikt Freyr Jónsson, hafa lengi skemmt dansglöðum Íslendingum með tónlist sinni. Nýlega tóku þeir að sér að setja saman sérstaka mixdiska, sem kallast A-D, í samstarfi við Smirnoff og tískuvöruverslunina Kron Kron.

Tár féllu á síðasta tökudegi

„Sko, þetta er pínulítið flókið. En við leikum sem sagt tökuliðið hans Hilmis Snæs í bíómynd sem hann er að leikstýra í kvikmyndinni Mömmu Gó Gó," segir Ragnar Bragason, leikstjóri Fangavaktarinnar.

Tvær gítarhetjur starfa saman

Gítarleikarar úr tveimur af þekktustu hljómsveitum landsins, SSSól og Í svörtum fötum, starfa saman í versluninni Sense Center í Kringlunni. Um er að ræða félagana Eyjólf Jóhannsson og Hrafnkel Pálmarsson sem hafa starfað þar saman í tvö ár.

Hjóla frá Ísafirði til Reykjavíkur

Átta ísfirskir skátar lögðu upp í langan hjólatúr síðasta föstudag, nefnilega frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þeir hafa í hyggju að taka þátt í skátamóti í Viðey dagana 19. til 24. júní og ákváðu að hjóla leiðina í stað þess að nýta sér hefðbundnari fararskjóta.

Stjörnurnar streymdu í jarðarför Carradine

Fjölmargar stjörnur úr bandarískum skemmtanaiðnaði voru meðal um fjögur hundruð syrgjenda sem kvöddu í hinsta sinn bandaríska leikarann David Carradine þegar hann var borinn var til grafar í Los Angeles í gær.

Morðvopnið notað til að steikja hamborgara

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit er orðinn sögustaður eftir þættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga og sækist fólk nú í að skoða vettvang og leikmuni helstu atburða Dagvaktarinnar. Morðvopnið, pannan sem Gugga fékk í hausinn, er ennþá notað til að steikja hamborgara.

Hætt að gera heimskulega hluti

Leikkonan Sienna Miller er mun frægari fyrir ákvarðanir sínar í ástarlífinu en fyrir þau hlutverk sem hún hefur tekið að sér í hverri stórmyndinni á fætur annarri. Nú reynir hún að breyta því. Leikkonan fer með hlutverk í nýrri G.I. Joe mynd og í nýlegu viðtali við Vogue tímaritið viðurkenni hún að hafa stundum gert slæma hluti.

Rukkar 1.600.000 krónur á mínútuna

Hin brotthætta Susan Boyle getur nú andað léttar og hætta ð kvarta yfir þeim 130 pundum sem hún fær í bætur á viku. Nú rukkar hún 8 þúsund pund, rúmar 1.600.000 krónur á mínútuna fyrir að koma fram.

Yfirgaf Paris og fór til Vegas

Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo yfirgaf Paris í gær og hélt til Las Vegas þar sem hann hyggst halda áfram að skemmta sér. Ronaldo snéri bakinu við lystisemdum Hilton í Los Angeles og hreiðraði um sig á fimm stjörnu Wynn hótelinu í höfuðborg spilavítanna, Las Vegas.

Íslandsvinirnir í Blur byrjaðir aftur

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Blur eru komnir aftur á fullt. Damon Albarn og félagar hafa ákveðið að taka upp þráðinn aftur eftir níu ára hlé. Hundrað og fimmtíu manns mættu á tónleika þeirra á lestrsafni í Colchester á Englandi í gærkvöldi en þar komu þeir fyrst fram opinberlega árið 1988.

Miley og Jónasarbróðir saman á ný

Sá orðrómur hefur lengi verið uppi að söngkonan Miley Cyrus sé að slá sér upp með fyrrum kærasta sínum, Nick Jonas, sem er einn af hinum vinsælu Jonas-bræðrum. Sambandsslit Miley og Justin Gaston þykja styðja þann orðróm en þau hættu saman nýlega.

Melanie með stöðumælasekt - myndir

Fræga fólkið í Hollywood gleymir líka stundum að borga í stöðumæli. Því komst leikkonan Melanie Griffith að í vikunni þegar hún fór út að versla með stelpunum sínum tveimur. Ljósmyndarar eltu hana í verslunarferðina og festu á filmu þegar hún uppgötvaði sektina.

Paris neitaði Bruno sem þurfti að sætta sig við Eminem

Uppákoman á MTV verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum þar sem Bruno datt ofan á Eminem er flestum sennilega enn í fersku minni. Síðar kom í ljós að atriðið var fyrirfram ákveðið en margir héldu að um slys hefði verið að ræða. Nú hefur komið í ljós að upphaflega hugmyndin var að fá sjálfa Paris Hilton til þess að taka þátt í atriðinu. Hún neitaði.

Ekkert bílasalavæl frá SSSól

Helgi Björnsson er að ræsa hljómsveitina SSSól sem hann líkir við Kröflu. Og sér við Ferguson. Hann hefur úr slíkri breidd að spila að hann getur skipt inn á í bandið eftir hentugleika.

Systkini hjóla með ferðamenn

Systkinin Sólveig og Páll Pálsbörn munu í sumar bjóða ferðamönnum, erlendum jafnt sem íslenskum, upp á ókeypis hjólaferðir um miðbæ Reykjavíkur. Verkefnið, sem hlotið hefur nafngiftina Crymoguide, er unnið í samstarfi við skapandi sumarstörf Hins hússins.

Skipið slær í gegn í DK

„Jájá, það er einhver djöfullinn danskur í gangi,“ segir Stefán Máni rithöfundur. Sem ekki getur kvartað undan viðtökum þeim sem bók hans Skipið er að fá um þessar mundir úti í Danmörku. Í dag birtist opnuumfjöllun um Stefán Mána og viðtal í stórblaðinu Politiken. Og í glænýjum dómi í Jyllands-Posten fær Skipið fimm stjörnur af sex mögulegum. „Den syvende krimi fra Stefán Máni er sublim,“ skrifar Lars Ole Sauerberg.

Pabbi Sandy stoltur

Söngleikurinn Grease var frumsýndur við glimrandi undirtektir á fimmtudaginn var.

Yoko Ono verðlaunuð

Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, var heiðruð fyrir æviframlag sitt til tónlistarheimsins af breska tímaritinu Mojo. Þetta eru fyrstu tónlistarverðlaunin sem hún hlýtur á ferli sínum. Yoko, sem hefur hingað til verið gagnrýnd fyrir að hafa valdið því að Bítlarnir hættu, þakkaði Mojo fyrir hugrekki sitt. Á 41 ári hefur hún gefið út 24 plötur, bæði ein og með Lennon.

Oddaflug dr. Bjarna

Einhver skæðasti myndlistarmaður þjóðarinnar – dr. Bjarni Þórarinsson – efnir til sjónþings sem heitir Oddaflug sirkilhyrninganna á menningarknæpunni Grand Rokk.

Japönsk menning beint í æð

„Þetta er einn stærsti viðburður sem Norræna húsið hefur lagt í og er í fyrsta skipti sem við erum með fókusinn á annað land en eitthvert Norðurlandanna,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarfulltrúi fyrir 101 Tokyo snerting við Japan.

Stór útihátíð háskólanema

Stór útihátíð fyrir háskólanema verður haldin í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum dagana 3.-5. júlí. Nóg verður um að vera, þar á meðal trúbadorakeppni, brekkusöngur og blauthokkí, auk þess sem hljómsveit leikur fyrir dansi. Útihátíðin er orðin fastur liður í félagslífi stúdenta og hafa um fimm hundruð manns sótt hana á hverju ári. Það er félag verkfræðinema við Háskóla Íslands sem skipuleggur hátíðina og hvetur það alla háskólanema, þar á meðal þá sem eru ekki í HÍ, til að láta sjá sig. Nánari upplýsingar má finna á hallgeirsey.rokkar.com.

Nafn komið á plötu Múm

Fimmta plata hljómsveitarinnar Múm nefnist Sing Along to Songs You Don"t Know og kemur út 21. ágúst.

Fyrsta plata Audio

Audio Improvement gefur á mánudag út sína fyrstu plötu sem nefnist Story Fragments. Hljómsveitin, sem var stofnuð fyrir tæpum tveimur árum, er skipuð átta tónlistarmönnum. Spila þeir tilraunakennda hiphop-tónlist þar sem ýmsum tónlistarstefnum er blandað saman.

Stofna Bad Lieutenant

Þrír fyrrverandi meðlimir hljómsveitanna New Order og Joy Division hafa stofnað nýja hljómsveit með gítarleikara Blur, Alex James. Sveitin nefnist Bad Lieutenant og gefur út sína fyrstu plötu í október.

Lohan og Ronson rífast

Lindsay Lohan og plötusnúðurinn Samantha Ronson eru byrjaðar saman að nýju og segir slúðurpressan að Lindsay hafi sést með trúlofunarhring á fingri. Er dvölin ekki löng í para­dís frekar en fyrri daginn hjá stúlkunum og eru þær strax farnar að rífast að nýju.

Carradine framdi ekki sjálfsvíg

Sjálfsvíg olli ekki dauða leikarans Davids Carradine, sem fannst látinn á hótelherbergi í Taílandi fyrir skömmu. Fjölskylda hans bað um að leikarinn yrði krufinn í annað sinn til að útiloka að hann hefði fyrirfarið sér og komst læknirinn að fyrrgreindri niðurstöðu.

Georg of ljótur fyrir Bandaríkjamenn

Framleiðslufyrirtæki í Hollywood hefur tryggt sér réttinn á að endurgera íslensku gamanseríuna Næturvaktina. Ragnar Bragason leikstjóri heldur að það verði erfitt að finna amerískan Georg Bjarnfreðarson.

Sjá næstu 50 fréttir