Lífið

Stór útihátíð háskólanema

Frá útihátíðinni í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum í fyrra.
Frá útihátíðinni í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum í fyrra.
Stór útihátíð fyrir háskólanema verður haldin í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum dagana 3.-5. júlí. Nóg verður um að vera, þar á meðal trúbadorakeppni, brekkusöngur og blauthokkí, auk þess sem hljómsveit leikur fyrir dansi. Útihátíðin er orðin fastur liður í félagslífi stúdenta og hafa um fimm hundruð manns sótt hana á hverju ári. Það er félag verkfræðinema við Háskóla Íslands sem skipuleggur hátíðina og hvetur það alla háskólanema, þar á meðal þá sem eru ekki í HÍ, til að láta sjá sig. Nánari upplýsingar má finna á hallgeirsey.rokkar.com.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.