Tamílar taka upp rómantísk ástaratriði á Íslandi 17. júní 2009 06:00 Stórstjörnur frá Indlandi „Já, ég kannast alveg við þennan leikstjóra og þetta kemur mér ekkert á óvart, að Indverjar skuli sækja hingað, þeir eru nefnilega svolítið sérlundaðir og ana stundum af stað út í óvissuna," segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Eskimo. En svo virðist, ef marka má indverska vefmiðla, að nokkur atriði í tamílsku kvikmyndinni Aadhavan verði tekin upp á Íslandi. Fréttablaðið hafði samband við nokkur íslensk framleiðslufyrirtæki til að athuga hvort Tamílarnir væru á þeirra vegum. Flest fyrirtækin höfðu fengið ansi margar fyrirspurnir frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum en fæst treyst sér til að þjónusta þá. Indverski sendiherrann á Ísland ku hins vegar vera ansi áhugasamur um að fá hingað til lands indverska kvikmyndagerðarmenn samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einar Tómasson hjá Film in Iceland hafði heyrt af áhuga frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum og kannaðist við myndina en kunni engin deili frekar á því hverjir væru að sinna þeim. Umræddur leikstjóri þessarar tamílsku stórmyndar er Ravikumar og hann er víst nokkuð frægur á sínum heimaslóðum. Tamílskar stórstjörnur eru í það minnsta í hverju hlutverki; þau Suriya og Nayanthara leiða hópinn. Til að útskýra þetta aðeins frekar kemur leikstjórinn Ravikumar frá Chennai. Hún er yfirleitt nefnd Kollywood eftir Kodambakkam-hverfinu þar sem flest kvikmyndaverin eru. Vel yfir hundrað kvikmyndir eru framleiddar á ári hverju í borginni og hún komst á heimskort kvikmyndageirans þegar tónskáldið A. R. Rahman hlaut tvenn Óskarsverðlaun fyrir tónlistina við kvikmyndina Slumdog Millionaire en hann er búsettur þar. Fram kemur á vefjum oneindia.in og The Hindu Times að Ravikumar ætli sér að taka upp að minnsta kosti eitt lag. Þá stendur einnig til að nýta hina hrikalegu náttúrufegurð sem sögð er leynast hér á Íslandi í rómantískar senur og hasarsenur. Jafnframt er greint frá því að tökuliðið hafi lagt af stað frá Kollywood í gær og sé væntanlegt til landsins á næstu dögum. Og að þetta sé í fyrsta skipti sem Tamíli taki upp atriði í kvikmynd á Íslandi. Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
„Já, ég kannast alveg við þennan leikstjóra og þetta kemur mér ekkert á óvart, að Indverjar skuli sækja hingað, þeir eru nefnilega svolítið sérlundaðir og ana stundum af stað út í óvissuna," segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Eskimo. En svo virðist, ef marka má indverska vefmiðla, að nokkur atriði í tamílsku kvikmyndinni Aadhavan verði tekin upp á Íslandi. Fréttablaðið hafði samband við nokkur íslensk framleiðslufyrirtæki til að athuga hvort Tamílarnir væru á þeirra vegum. Flest fyrirtækin höfðu fengið ansi margar fyrirspurnir frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum en fæst treyst sér til að þjónusta þá. Indverski sendiherrann á Ísland ku hins vegar vera ansi áhugasamur um að fá hingað til lands indverska kvikmyndagerðarmenn samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einar Tómasson hjá Film in Iceland hafði heyrt af áhuga frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum og kannaðist við myndina en kunni engin deili frekar á því hverjir væru að sinna þeim. Umræddur leikstjóri þessarar tamílsku stórmyndar er Ravikumar og hann er víst nokkuð frægur á sínum heimaslóðum. Tamílskar stórstjörnur eru í það minnsta í hverju hlutverki; þau Suriya og Nayanthara leiða hópinn. Til að útskýra þetta aðeins frekar kemur leikstjórinn Ravikumar frá Chennai. Hún er yfirleitt nefnd Kollywood eftir Kodambakkam-hverfinu þar sem flest kvikmyndaverin eru. Vel yfir hundrað kvikmyndir eru framleiddar á ári hverju í borginni og hún komst á heimskort kvikmyndageirans þegar tónskáldið A. R. Rahman hlaut tvenn Óskarsverðlaun fyrir tónlistina við kvikmyndina Slumdog Millionaire en hann er búsettur þar. Fram kemur á vefjum oneindia.in og The Hindu Times að Ravikumar ætli sér að taka upp að minnsta kosti eitt lag. Þá stendur einnig til að nýta hina hrikalegu náttúrufegurð sem sögð er leynast hér á Íslandi í rómantískar senur og hasarsenur. Jafnframt er greint frá því að tökuliðið hafi lagt af stað frá Kollywood í gær og sé væntanlegt til landsins á næstu dögum. Og að þetta sé í fyrsta skipti sem Tamíli taki upp atriði í kvikmynd á Íslandi.
Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira