Lífið

Pabbi Sandy stoltur

Söngvarinn Páll Óskar sagði sýninguna hafa slegið í gegn hjá áhorfendum, hér sést hann ásamt ljósmyndaranum Oddvari Hjartarsyni. fréttablaðið/daníel
Söngvarinn Páll Óskar sagði sýninguna hafa slegið í gegn hjá áhorfendum, hér sést hann ásamt ljósmyndaranum Oddvari Hjartarsyni. fréttablaðið/daníel

Söngleikurinn Grease var frumsýndur við glimrandi undirtektir á fimmtudaginn var.

Leikhúsgestir skemmtu sér konunglega á frumsýningu þessa vinsæla söngleiks, en þetta er í þriðja sinn sem hann er settur á svið hér á landi. Þau Ólöf Jara Skagfjörð og Bjartmar Guðmundsson fara með hlutverk Sandyar og Dannys og þóttu standa sig með prýði. Valgeir Skagfjörð, faðir Ólafar Jöru, var að sjálfsögðu viðstaddur frumsýninguna og var afar stoltur af dóttur sinni. „Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og Ólöf Jara var alsæl. Það var mikil pressa á henni, enda ung að árum, en mér fannst hún standa sig mjög vel. Sýningin er fjörug og skemmtileg og ég er viss um að hún muni slá í gegn."

Meðal annarra frumsýningargesta voru til að mynda Páll Óskar Hjálmtýsson. Leikstjórinn Selma Björnsdóttir sat spennt úti í sal ásamt eiginmanni sínum, Rúnari Frey Gíslasyni, en þau léku einmitt í fyrstu Grease-uppfærslunni. Vesturportsleikararnir Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors voru einnig meðal gesta og þá mætti borgarstjórinn Hanna Birna Kristjánsdóttir og naut sýningarinnar í botn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.