Lífið

Steinunn Sigurðardóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Steinunn Sigurðartdóttir fatahönnuður og borgarlistamaður 2009, Áslaug Friðriksdóttir formaður menningar- og ferðamálaráðs. Fyrir framan er sonur Steinunnar sem húin tileinkaði verðlaunin, Alexander Viðar Pálsson.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Steinunn Sigurðartdóttir fatahönnuður og borgarlistamaður 2009, Áslaug Friðriksdóttir formaður menningar- og ferðamálaráðs. Fyrir framan er sonur Steinunnar sem húin tileinkaði verðlaunin, Alexander Viðar Pálsson.

Í dag útnefndi Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð Borgarlistamann Reykjavíkur 2009. Útnefningin fór fram í Höfða og gerði Áslaug Friðriksdóttir formaður menningar- og ferðamálaráðs grein fyrir vali ráðsins á borgarlistamanni.

Við þetta tækifæri var Steinunni veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Steinunn hóf framhaldsnám við listaháskóla í París en flutti sig síðan til New York. Þaðan útskrifaðist hún fyrst Íslendinga úr listaháskólanum Parson School of Design í New York með láði og hlaut BFA gráðu í fatahönnun árið 1986. Steinunn á langan feril að baki við tísku- og fatahönnun, var yfirhönnuður hjá Gucci, Calvin Klein og La Perla og starfaði áður sjálfstætt með mörgum þekktum hönnuðum.

Um aldamótaárið 2000 stofnaði Steinunn eigið fyrirtæki, STEiNUNNI og opnaði verslun á síðasta ári við Laugaveg í Reykjavík.

Steinunn tileinkaði verðlaunin syni sínum, Alexander Viðari Pálssyni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.