Lífið

Carradine framdi ekki sjálfsvíg

Leikarinn David Carradine framdi ekki sjálfsvíg eins og einhverjir hafa haldið fram.mynd/ap
Leikarinn David Carradine framdi ekki sjálfsvíg eins og einhverjir hafa haldið fram.mynd/ap

Sjálfsvíg olli ekki dauða leikarans Davids Carradine, sem fannst látinn á hótelherbergi í Taílandi fyrir skömmu. Fjölskylda hans bað um að leikarinn yrði krufinn í annað sinn til að útiloka að hann hefði fyrirfarið sér og komst læknirinn að fyrrgreindri niðurstöðu.

Fjölskyldan þakkaði aðdáendum hans fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum. „Við viljum þakka öllum fyrir ást þeirra og samúð vegna þeirra erfiðleika sem við höfum gengið í gegnum,“ sagði Keith Carradine, bróðir Davids. „Þar til við fáum frekari niðurstöður úr rannsókninni óskum við eftir því að bróðir okkar, eiginmaður, faðir, afi og langafi fái að hvíla í friði og með reisn,“ bætti bróðir hans Robert við.

David fannst nakinn inni í fataskáp með snúru um hálsinn og kynfærin. Talið er að hann hafi látist af völdum köfnunar eða hjartaáfalls á meðan á kynlífs­athöfn stóð. Enn á þó eftir að staðfesta dánarorsökina.

Carradine lék í yfir hundrað kvikmyndum á ferli sínum en var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Kwai Chang Caine í sjónvarpsþáttunum Kung Fu. Einnig lék hann í Kill Bill-myndum Quentins Tarantino. Hann var af mikilli leikara­ætt en faðir hans, John Carradine, og bræðurnir Bruce, Keith og Robert voru allir leikarar. David Carradine var að leika í myndinni Stretch á Taílandi þegar hann fannst látinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.