Lífið

Japönsk menning beint í æð

Matreiðslumeistarinn Yoshida Kensaku verður með námskeið í sushigerð í Norræna húsinu. Hann er í stjórn félags sushigerðarmanna í Japan.
Matreiðslumeistarinn Yoshida Kensaku verður með námskeið í sushigerð í Norræna húsinu. Hann er í stjórn félags sushigerðarmanna í Japan.

„Þetta er einn stærsti viðburður sem Norræna húsið hefur lagt í og er í fyrsta skipti sem við erum með fókusinn á annað land en eitthvert Norðurlandanna,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarfulltrúi fyrir 101 Tokyo snerting við Japan.

Dagskráin hefst á morgun og stendur til 13. júlí. Á dagskrá verður tónlist, fyrirlestrar, bíósýningar, listasmiðjur og námskeið þar sem fólki býðst meðal annars að kynna sér sushi-gerð, japanska tesiði og læra blekmálun og tauþrykk.

„ Þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð við Japan eigum við Íslendingar margt sameiginlegt með Japönum, svo sem þjóðsögur, sterka tilfinningu fyrir náttúruöflum og sveiflur í efnahagslífi,“ útskýrir Ilmur.

„Fólk frá götutískumerkinu Theatre Products og textílfyrirtækinu Nuno er að undirbúa sýningar og listasmiðju. Sjö saumakonur hafa saumað 80 fermetra skrautlegt bútasaumsteppi úr bútum frá Japan og Epal sem þátttakendur í listasmiðju geta sniðið sín eigin föt úr.“ Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á www.101tokyo.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.