Lífið

Alltaf gleði hjá FM 957

Hreimur í Landi og sonum tók lagið fyrir gesti Nasa en hljómsveitin hefur verið vinsæl meðal hlustenda FM 957.
Hreimur í Landi og sonum tók lagið fyrir gesti Nasa en hljómsveitin hefur verið vinsæl meðal hlustenda FM 957.

Stuðboltarnir á útvarpsstöðinni FM 957 héldu upp á tuttugu ára afmæli sitt á Nasa á laugardaginn. Stöðin stóð svo sannarlega undir nafni því allir voru í stuði.

„Við vöknuðum með hausverk á sunnudeginum en gleði í hjarta, það var bara svoleiðis," segir Brynjar Már, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM 957. Hún náði þeim merka áfanga á laugardaginn að hafa verið í loftinu í tuttugu ár. Sem þykir nokkuð vel af sér vikið í hinum síbreytilega og óútreiknanlega fjölmiðlaheimi Íslands.

Tónlistarmenn og gamlir starfsmenn stöðvarinnar létu ljós sitt skína í þessari tveggja daga afmælisveislu og útvarpsmenn rifjuðu upp mörg eftirminnileg atvik í sögu stöðvarinnar á föstudeginum. Laugardagurinn fór hins vegar í partýið á Nasa þar sem vildarvinir stöðvarinnar héldu uppi stuðinu áður en veislan hófst. „Þetta gekk framar öllum vonum og var bara alveg æðislega skemmtilegt kvöld, allir brosandi og glaðir," segir Brynjar. Útvarpsstöðin verður í Vestmannaeyjum um næstu helgi og hyggst mála eyjuna rauða.





Reynslubolti Herbert Guðmundsson sýndi að hann hefur engu gleymt en tónlistarmaðurinn var vel með á nótunum í afmælisveislu FM.
Slagarahöfundur Örlygur Smári hefur haldið hlustendum FM á tánum með vinsælum lögum sínum og hann var að sjálfsögðu mættur.


Ný stjarna Haffi Haff er nýjasti meðlimur FM-fjölskyldunnar en hann er feykilega vinsæll meðal ungu kynslóðarinnar.Fréttablaðið/Arnþór





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.