Lífið

17. júní fagnað á Spáni

Þessir Íslendingar skemmtu sér konunglega á Spáni í dag.
Þessir Íslendingar skemmtu sér konunglega á Spáni í dag. Mynd/ Sigurður Þ. Ragnarsson

Á þriðja hundrað manns sóttu í dag 17. júní hátíðahöld Íslendinga sem að þessu sinni fóru fram á Íslendingabarnum Boomerang rétt suður af í bænum Torrevieja, sem er í um 45 km. suður af Alicante á suðausturströnd Spánar.

Fjölmargir Íslendingar búa á svæðinu en auk þess er nú samankominn fjöldi íslenskra ferðamanna til að njóta veðurblíðunnar á svæðinu. Dagskráin var þétt, boðið var uppá frían hoppukastala fyrir yngstu kynslóðina, grillaðar voru 400 pylsur ofaní mannskapinn sem Félag húseigenda á Spáni lagði út fyrir en auk þess var sungið og klappað fyrir fósturjörðinni og 65 ára afmæli lýðveldsins Íslands.

Happdrætti, andlistmálun og önnur skemmtiatriði voru hluti af dagskránni. Ómar Þórhallsson vert á Boomerang sagðist vera í skýjunum yfir því hversu vel hafi til tekist en dagskráin var fyrst og fremst ætluð barna og fjölskyldufólki. „Ég vona að allir hafi fengið tilfinningu fyrir íslenska þjóðhátíðardeginum í dag hér á Spáni," sagði Ómar að hátíðinni lokinni.

Í kvöld eru svo íslenskir veitingastaðir á svæðinu með íslenska hátíðarkvöldverði í tilefni dagsins og má þar nefna staði eins og Kristal í Cabo Roig og Caruso í miðbæ Torrevieja.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.