Lífið

Miley og Jónasarbróðir saman á ný

Myley Cyrus og Nick Jonas.
Myley Cyrus og Nick Jonas.
Sá orðrómur hefur lengi verið uppi að söngkonan Miley Cyrus sé að slá sér upp með fyrrum kærasta sínum, Nick Jonas, sem er einn af hinum vinsælu Jonas-bræðrum. Sambandsslit Miley og Justin Gaston þykja styðja þann orðróm en þau hættu saman nýlega.

Söngkonan ræddi við útvarpsstöð í Bandaríkjunum í morgun þar sem hún viðurkenndi að þau Nick hefðu eytt miklum tíma saman upp á síðkastið, þau væru hinsvegar ekki að hugsa um samband.

„Hann er besti vinur minn, og við erum ennþá alltaf saman, við höfum klárlega endurnýjað kynni okkar. Við vitum ekkert hvað á eftir að gerast í framtíðinni. Akkurat núna erum við bara að hafa gaman saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.