Lífið

Fyrsta plata Audio

Hljómsveitin gefur á mánudag út plötuna Story Fragments.
Hljómsveitin gefur á mánudag út plötuna Story Fragments.

Audio Improvement gefur á mánudag út sína fyrstu plötu sem nefnist Story Fragments. Hljómsveitin, sem var stofnuð fyrir tæpum tveimur árum, er skipuð átta tónlistarmönnum. Spila þeir tilraunakennda hiphop-tónlist þar sem ýmsum tónlistarstefnum er blandað saman.

„Við vorum alltaf bara tveir í þessu, ég og Jói [Jóhannes Birgir Pálmason]. Svo komu alltaf fleiri og fleiri inn," segir Pan Thorarensen. Í framhaldinu ákváðu þeir að spila alla tónlistina með lifandi hljóðfærum og rappa síðan yfir. „Þetta er að mínu mati nokkuð sem hefur aldrei áður verið gert á Íslandi í hiphop-tónlist. Við erum undir svolitlum áhrifum frá Buck 65. Hann hefur verið með svipaðar pælingar í sinni tónlist," segir Pan. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða haldnir á Café Rosenberg á mánudagskvöld klukkan 22 og er enginn aðgangseyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.