Lífið

Fyrsta lagið frá Krónu

Hljómsveitin Króna gefur út sitt fyrsta lag á morgun á Tónlist.is
Hljómsveitin Króna gefur út sitt fyrsta lag á morgun á Tónlist.is

Hljómsveitin Króna gefur út sitt fyrsta lag, Annar slagur, á morgun á Tónlist.is. Króna er rokktríó skipað þeim Birgi Erni Steinarssyni, Jóni Val Guðmundssyni og Hjalta Jóni Sverrissyni.

Sveitin hefur verið starfandi í rúmt hálft ár og leggur áherslu á séríslenskan hljóm með íslenskum textum. Króna fagnar útgáfunni í kvöld með því að hita upp fyrir Dr. Spock á tónleikum á Sódómu Reykjavík. Einnig koma fram Cliff Clavin og Bróðir Svartúlfs. Því næst kemur Króna fram á Lunga- hátíðinni á Seyðisfirði á sérstöku kvöldi Kimi Records 17. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.