Lífið

Hætt að gera heimskulega hluti

Sienna Miller
Sienna Miller

Leikkonan Sienna Miller er mun frægari fyrir ákvarðanir sínar í ástarlífinu en fyrir þau hlutverk sem hún hefur tekið að sér í hverri stórmyndinni á fætur annarri. Nú reynir hún að breyta því. Leikkonan fer með hlutverk í nýrri G.I. Joe mynd og í nýlegu viðtali við Vogue tímaritið viðurkenni hún að hafa stundum gert slæma hluti.

„Þetta hefur stundum verið frekar slæmt. Heilt yfir hef ég tekið margar slæmar ákvarðanir og gert marga heimskulega hluti," segir leikkonan.

„Mér hefur í rauninni aldrei veirð boðið á stefnumót. Ég hef aldrei stundað skyndikynni. Ég er þessi týpíska „sambands-stelpa" á venjulegan mælikvarða. Annaðhvort er ég í sambandi eða ekki. Ég verð mjög tilfinningalega hrifin mjög fljótt, og ég eyði ekki tíma með einhverjum nema ég elski hann," segir Sienna þegar hún ræðir um sambönd sín.

Frægasta samband hennar er líklega þegar hún var með stórleikaranum Jude Law, en það samband fór út um þúfur þegar hún komst að því að hann hélt framhjá henni.

„Það er hættulegt að bera þetta upp. Ég talaði um hann í viðtali ekki fyrir löngu, þá sagðist ég enn elska hann. Þá sagði hann, gerðu það fyrir mig hættu að tala um þetta," segir Sienna og hlær.

„Þetta var mjög merkilegur tími í mínu lífi, og ég er glöð með að geta sagt það. Það er mikið einkamál þegar maður lendir í ástarsorg í fyrsta skipti., og þetta var algjörlega andstaðan við allt sem talið getur einka," segir hún og hlær.

„Þetta hefði ekki getað verið meira opinbert. Ég hitti fólk úti á götu sem var reitt í hjarta sér. Þá langaði mig mest til að skríða inn í helli og gráta í margar vikur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.