Lífið

Rukkar 1.600.000 krónur á mínútuna

Susan Boyle
Susan Boyle

Hin brotthætta Susan Boyle getur nú andað léttar og hætta ð kvarta yfir þeim 130 pundum sem hún fær í bætur á viku. Nú rukkar hún 8 þúsund pund, rúmar 1.600.000 krónur á mínútuna fyrir að koma fram.

Susan sem sló í gegn í þáttunum Britain´s Got Talent hefur verið ráðin til þess að koma fram hjá fyrirtæki fyrir 100 þúsund pund en atriði hennar er tólf mínútur að lengd.

Susan fékk verkefnið skömmu eftir að hún skrifaði undir samning við fyrirtæki Simon Cowell. Það er breska blaðið News of the world sem segir frá þessu í dag.

Susan vakti mikla athygli þegar hún opnaði munninn og hóf að syngja í þáttunum. Mörgum brá í brún þegar þessi miðaldra breska kona söng og breska þjóðin tók ástfóstri við hana hið snarasta. Það gerði heimsbyggðin öll því myndband af atriði hennar fór eins og eldur í sinu um internetið. Hún þurfti síðan að láta í minni pokanna í úrslitum þáttanna fyrir danshópi.

Susan þarf hinsvegar ekki að hafa áhyggur af fjárhagnum á næstu mánuðum, miðað við upphæðirnar sem nefndar eru hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.