Lífið

Mannakorn eins og gott hjónaband

Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson gáfu nýverið út plötuna Von. MYNDIR/Fréttablaðið.
Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson gáfu nýverið út plötuna Von. MYNDIR/Fréttablaðið.

Í kvöld á Kaffi Rósenberg verða haldnir Mannakornstónleikar. Vísir hafði samband við annan forsprakka sveitarinnar, Magnús Eiríksson, til að forvitnast um samband hans við Pálma Gunnarsson hinn helming bandsins. 

 

„Við erum bara fínir. Við Pálmi höfum brallað mikið saman. Eftir því sem ég best veit þá erum við góðir vinir. Þetta er eins og hvert annað hjónaband," segir Magnús og bætir við:

„Einlæg, yfirlætislaus og rosalega sterk. Fullkomin plata." Andrea Jónsdóttir í Popplandinu á Rás 2 þann 29. mai um nýju plötuna þeirra.

„Ef menn eru lengi saman þá er ágætt að vera líka í sundur það skerpir ástina." 

 

„Ætli við höfum ekki byrjað að vinna saman 1974. Við höfum eiginlega spilað á hverju ári og aldrei hætt. Yfirleitt höfum við spilað undir Mannakornaformmerkjum," segir Magnús.

„Eftir því sem ég best veit þá erum við góðir vinir. Þetta er eins og hvert annað hjónaband," segir Magnús.

„Það er hljómsveit með okkur í kvöld. Við getum spilað tveir en það er meira gaman að flytja þessi lög með hljómsveit." 

 

„Biggi Baldurs og Þórir Úlfarsson verða með okkur," segir Magnús að lokum.

 

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.