Lífið

Mixdiskur með vögguvísum

Plötusnúðarnir Gísli Galdur og Benni B-Ruff eiga báðir von á sínu fyrsta barni.
Plötusnúðarnir Gísli Galdur og Benni B-Ruff eiga báðir von á sínu fyrsta barni.

Plötusnúðarnir Gísli Galdur Þorgeirsson og Benni B-Ruff, réttu nafni Benedikt Freyr Jónsson, hafa lengi skemmt dansglöðum Íslendingum með tónlist sinni. Nýlega tóku þeir að sér að setja saman sérstaka mixdiska, sem kallast A-D, í samstarfi við Smirnoff og tískuvöruverslunina Kron Kron.

Plötusnúðarnir eiga líka báðir von á sínu fyrsta barni á næstu dögum og mánuðum og hlakka þeir mikið til að takast á við föðurhlutverkið. Gísli Galdur á von á sínu barni um miðjan október en barn Benedikts mun fæðast á allra næstu dögum, „Ég held að hann sé bara á klukkunni. Barnið hans á að fæðast í kringum 17. júní en mitt á sama tíma og Airwaves-hátíðin stendur sem hæðst. Þannig að börnin fæðast á skemmtilegum tyllidögum þar sem tónlistin er allsráðandi,“ segir Gísli Galdur.

Aðspurður segir hann að í framtíðinni komi vel til greina að þeir félagar setji saman mixdisk fyrir frumburðina sem muni innihaldi vögguvísur. „Það er aldrei að vita, Það væri góð hugmynd. Ætli maður mundi ekki velja sitthvað af öllu á diskinn, ég er nefnilega ekki alveg viss um hvaða tónlist ungbörn hlusta á.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.