Lífið

Stjörnurnar streymdu í jarðarför Carradine

David Carradine heitinn.
David Carradine heitinn.

Fjölmargar stjörnur úr bandarískum skemmtanaiðnaði voru meðal um fjögur hundruð syrgjenda sem kvöddu í hinsta sinn bandaríska leikarann David Carradine þegar hann var borinn var til grafar í Los Angeles í gær.

Leikarinn, sem var sjötíu og tveggja ára, var þekktur fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Kung Fu og Kill Bill myndum Quetins Tarantions. Ferill Carradine spannaði nærri hálfa öld. Hann fannst hengdur á hótelherbergi sínu í Bangkok í Taílandi í byrjun mánaðarins en hann var við tökur á mynd þar í landi.

Lát Carradines er til rannsóknar en meinafræðingar hafa útlokað að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Grunur leikur á að sem hluti af kynlífsathöfn hafi hann smeygt snöru um háls sér og það dregið hann til dauða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.