Lífið

D12 með nýja plötu

Eminem
Eminem
Þrátt fyrir að vera nýbúinn að gefa út plötuna Relapse er rapparinn Eminem aftur á leiðinni í hljóðver, núna með félögum sínum í D12. „Ég og strákarnir náum vel saman, við höfum sérstök tengsl. Við ætlum aftur í hljóðverið bráðum,“ sagði Eminem. D12 var stofnuð í Detroit árið 1990 af nokkrum röppurum, þar á Eminem, Bizarre og Proof, sem var skotinn til bana fyrir þremur árum. Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar kom út.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.