Fleiri fréttir

Spiderman genginn út

Tobey Maguire, betur þekktur sem Spiderman, giftist kærustu sinni, Jennifer Meyer, á Hawaii á mánudag. Athöfnin var látlaus og eingöngu nánustu ættingjum var boðið. Þau Maguire og Meyer kynntust árið 2003 og trúlofuðu sig á síðasta ári.

Magga mublerar Versali

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur fallist á að lána 53 forlát silfurhúsgögn til Versala í Frakklandi. Húsgögnin verða þar hluti af sýningu sem opnar í sýningarsal sólarkonungsins þann 19. nóvember næstkomandi. Drottningin mun verða viðstödd opnun sýningarinnar ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands.

Kalli á þakinu

Athafnamaðurinn Karl Wernersson ætlar að taka til hendinni og ráðast í ýmiskonar breytingar á einbýlishúsi sínu við Engihlíð 9. Hann hefur fengið samþykki borgarráðs fyrir því að byggja steinsteypta viðbyggingu við kjallara og fyrstu hæð á austurhlið hússins

Nýjasta múndering Knightley sögð tískuslys

Keira Knightley fær viðurnefnið frightley í breskum slúðurblöðum eftir að hafa mætt í hálfgerðum tötrum á frumsýningu nýjustu myndar sinnar Atonement í Bretlandi í gær.

Jude Law handtekinn fyrir meinta líkamsárás

Jude Law var handtekin fyrir utan heimili sitt í Maida Vale í vesturhluta London fyrir skemmstu og er honum gefið að sök að hafa ráðist á ónafngreindan ljósmyndara. Ljósmyndarinn er sagður hafa hlotið minniháttar meiðsl eftir að Law reyndi að hrifsa af honum myndavélina.

Komið í veg fyrir innbrot hjá Beckham hjónunum

Óprúttinn aðili gerði sig líklegan til að brjótast inn hjá Beckham hjónunum á dögunum. Talsmaður hjónanna segir mann hafa falið sig í runnum umhverfis húsið og gert sig líklegan til að komast upp að því. Öryggisverðir komu auga á manninn en hann var þá fljótur að láta sig hverfa. Lögreglu var gert viðvart og náðist hann stuttu síðar.

Moss komin með nýjan rokkara upp á arminn

Svo virðist sem Kate Moss sé loksins búin að losa sig við dóphausinn Pete Doherty fyrir fullt og allt. Hún hefur verið að hitta Jamie nokkurn Hince sem er gítarleikari í hljómsveitinni The Kills. Parið sást saman á bar í Notting Hill um helgina og voru þau meðal annars í félagi við leikkonuna Siennu Miller.

Íslenskir töframenn undir einum hatti

Töframenn landsins hafa ákveðið að taka höndum saman og hafa þeir stofnað Hið íslenska töframannagildi, HÍT. Félagið er aðili að IBM, International brotherhood of magicians, einum virtustu töframannasamtökum heimsins.

Halle Berry ólétt!

Hollywoodleikkonan Halle Berry staðfesti í gær að hún ætti von á sínu fyrsta barni. Berry sem er 41 árs og módelið, Gabriel Aubry, eiga von á barninu með vorinu. Berry er komin þrjá mánuði á leið og mun lengi hafa þráð að eignast barn.

Svava á heimaslóðir

Svava Johansen forstjóri NTC verslunarkeðjunnar er á leið á heimaslóðir en hún hefur fest kaup á 150 fermetra einbýlishúsi í Kvistalandi í Fossvogi. Svava hefur tímabundið búið í Garðabænum en þar áður bjó hún í Brekkugerði.

The Klaxons höfðu betur en Winehouse

Breska rokkhljómsveitin The Klaxons hlaut Mercury verðlaunin í gær fyrir bestu plötu ársins. Strákahljómsveitin sigraði aðalkeppinautinn Amy Winehouse. Söngvari hljómsveitarinnar, Jamie Reynolds, sagði The Klaxons hafa átt skilið að vinna þar sem þeirra plata, Myths of the Near Future, hafi verið sú framsæknasta á árinu.

Nicole Kidman þráir að eignast barn

Nicole Kidman segir frá því í samtali við tímaritið Vanity Fair að hún hafi misst fóstur þegar hún var 23 ára gömul, en hún missti einnig fóstur árið 2001 stuttu eftir að fyrrverandi eiginmaður hannar, Tom Cruise, sótti um skilnað. Eftir fyrra fósturlátið þráði Kidman svo heitt að eignast barn að tveimur árum síðar ákváðu hún og Cruise að ættleiða.

Er Doherty að gera eitthvað í sínum málum?

Dómsuppkvaðningu í máli Pete Doherty, söngvara Babyshambles, hefur verið frestað til annars október sökum þess að söngvarinn lét ekki sjá sig í dómssal. Talsmenn Doherty segja hann vera í meðferð og að það sé ástæða fjarverunnar.

Tími ofurfyrirsætunnar er liðinn!

Fyrirsætan Claudia Schiffer segir að tími ofurfyrirsætunnar sé liðinn. Hin 37 ára gamla fegurðardís segir, í samtali við tímaritið Fivetonine, að fyrirsætur í dag nái ekki sömu hæðum og áður. Í dag eru það frekar söng- og leikkonur sem fara á forsíður tímarita.

Amy og Blake komu allslaus heim til Bretlands

Vandræðahjónin Amy Winehouse og Blake Fielder-Civil eru nú komin heim til Bretlands eftir vikudvöl á lúxushóteli í St. Lúsíu. Hjónin sáust yfirgefa Gatwick flugvöllinn án alls farangurs. Það eina sem þau höfðu meðferðis voru spjarirnar sem þau voru í og brúkaupsmynd sem Blake hélt á undir hendinni.

Campbell opnar sig

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell viðurkennir að hafa leitað í ávanabindandi efni eftir morðið á vini hennar Gianni Versace. Naomi segir að morðið á tískukonunginum hafi ýtt á sjálfseyðingarhnapp hennar. "Ég varð fyrir miklu áfalli þegar hann var myrtur.

Ráðist á Pitt

Brad Pitt lenti í fremur óskemmtilegu atviki á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær þegar æstur aðdáandi réðst að honum og læsti höndunum utan um hálsinn á honum. Pitt var í góðu yfirlæti að gefa aðdáendum eiginhandaáritanir þegar ung stúlka réðst í gegnum fjöldann, náði utan um hann og gerði sig líklega til að smella einum blautum á kinnina.

Framkomubanni aflétt af nemendum LHÍ

Stjórn Listaháskóla Íslands hefur ákveðið að aflétta svokölluðu framkomubanni sem verið hefur á nemendum skólans á skólatíma. Bannið náði til nemenda LHÍ í leiklistardeild og tónlistardeild og meinaði þeim að koma fram í leiksýningum, auglýsingum og öðrum álíka verkefnum á meðan þeir stunduðu nám í skólanum. Rektor skólans, Hjálmar Ragnarson, segir að nokkur pressa hafi verið frá nemendum á stjórn skólans að mýkja þessar reglur og ákveðið hafi verið að verða við því.

Hættulegt að vera rokkstjarna

Rannsókn sem náði til rúmlega þúsund rokkstjarna í Bretlandi og Norður-Ameríku og spannaði tímabilið 1956 til 2005 leiðir í ljós að 100 af þeim, eða um 10 prósent, létust fyrir aldur fram. Rannsóknin var gerð af miðstöð lýðheilsumála í John Moores háskólanum í Liverpool. Meðal þeirra hundrað sem létust eru Elvis Presley, Jim Morrison, Jimi Hendrix, Sid Vicious og Kurt Cobain.

Leikhópur fatlaðra setur upp Gaukshreiðrið

Halaleikhópurinn sem er leikhópur fatlaðra er um þessar mundir að hefja æfingar á Gaukshreiðrinu og er stefnt að frumsýningu í janúar. Leikhópurinn hefur starfað í tólf ár og er með sýningaraðstöðu í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 12.

Brokeback Mountain stjörnur skilja

Hollywoodleikarinn Heath Ledger er nú sagður laus og liðugur eftir þriggja ára samband við mótleikkonu sína úr Brokeback Mountain, Michelle Williams.Þau Leger og Williams kynntust við tökur á myndinni fyrir þremur árum og trúlofuðust stuttu síðar.

Astrópía gerir það gott

Astrópía er aðsóknarmesta myndin á Íslandi aðra vikuna í röð og hafa tæplega 22 þúsund manns séð hana. The Bourne Ultimatum sem hófst á sama tíma er í öðru sæti. Aðsókn á Astopíu jókst á milli vikna á meðan aðsókn á Bourne féll um 49 %.

Er Teri Hatcher að breytast í Michael Jackson?

Teri Hatcher úr Aðþrendum eiginkonum er þekkt fyrir óaðfinnanlegan líkama sinn og glæsilegt útlit þrátt fyrir að vera komin töluvert yfir fertugt. Nýjustu myndir benda þó til þess að hún sér farin að grípa til örþrifaráða til að halda sér ungri.

Noruh sýnd óvirðing?

FL-Group hélt boðsgestum á tónleikum Noruh Jones fyrirpartí í Laugardalshöll í gærkvöldi. Gestunum virðist hafa líkað boðið það vel að þeir sáu sér ekki fært að vera mættir út í sal þegar M. Ward hóf upphitun fyrir Jones. Öllum að óvörum þá tók söngkonan nokkur lög með honum en hún og Ward eru góðir vinir.

Zellweger og McCartney á annað stefnumót

Renee Zellweger og bítill Paul McCartney sáust skemmta sér saman á tónleikum um daginn og byrjuðu sögur strax að kvissast út um að eitthvað væri á milli þeirra. Þær sögur fengu byr undir báða vængi í gær þegar sást til þeirra borða saman við kertaljós á Sag Harbour hótelinu í New York.

Sjónvarpsstjarna verðlaunar sjálfa sig með glæsikerru

Sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir ekur nú um götur borgarinnar á glænýjum BMW sem hún festi kaup á fyrir skemmstu. Glæsikerran er af svokallaðri 3-línu BMW, en bílarnir í þeirri línu þykja einkar nettir og sparsamir miðað við kraftinn í þeim. Ragnhildur Steinunn staðfesti við Fréttablaðið að hún væri kominn á nýjan bíl en vildi annars ekkert hafa eftir sér um málið.

Brangelina ætlar að fjölga sér frekar

Brad Pitt og Angelina Jolie eru tilbúin til frekari barneigna. Pitt, sem er staddur á Ítalíu vegna kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum sagði í viðtali á ítalskri sjónvarpsstöð að föðurhlutverkið væri það skemmtilegasta sem hann hefði tekið sér fyrir hendur - en jafnframt það erfiðasta.

Kynþokkafull ólétta

Angelina Jolie segir sér aldrei hafa liðið jafn kynþokkafyllri og þegar hún gekk með stúlkubarnið Shiloh undir belti. Leikkonan, sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en hefðbundna kynhegðun og komst meðal annars í fréttirnar fyrir lesbískt ástarævintýri, segir að óléttan hafi gert kraftaverk fyrir samlífi hennar og eiginmannsins, Brad Pitt.

Guðrún setur hótel Hellnar á sölu

„Ég er búin að reka hótelið ein í þrjú ár og það tekur á. Það getur verið svolítið einangrandi og ég er þannig gerð að mér finnst skemmtilegra að starfa í félagi með einhverjum,“ segir Guðrún Bergmann, eigandi hótel Hellnar í Snæfellsbæ, en hún hefur sett hótelið á sölu og hyggst snúa sér að öðrum verkefnum.

Lohan féll á lyfjaprófi

Lindsay Lohan hefur fengið eitt tækifæri í viðbót til að haga sér eins og ætlast er til á meðferðarstofunni í Utah þar sem hún dvelur nú, en hún féll á lyfjaprófi sem tekið var af henni í vikunni. Lohan hefur verið vöruð við því að lyfjapróf verði tekin án nokkurs fyrirvara og henni verði hent út ef næsta próf sýni jákvæðar niðurstöður.

Aftur saman á skjánum

Fyrrum Seinfeld-leikararnir Julia Louis-Dreyfus og Jason Alexander ætla að leika saman á ný í gamanþætti Louis-Dreyfus, The New Adventures Of Old Christine.

Ný og betri Júniformverslun

Fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir, eigandi Júníform, hefur staðið í ströngu síðustu vikuna við að rífa allt út úr verslun sinni á Hverfisgötu. „Það var bara löngu kominn tími á þetta. Þegar við byrjuðum að sauma hérna var allt gert til bráðabirgða, svo það var löngu kominn tími til að rífa allt út og endurnýja," sagði Birta í samtali við Fréttablaðið.

Blóð og æla upp um alla veggi á hótelherbergi Winehouse

Starfsfólk Jade Mountain Resort á St. Lucia segir að Amy Winehouse hafi skilið hótelherbrgi sitt í rúst þegar hún yfirgaf svæðið í vikunni. Starfsfólkið var við öllu búið eftir að hafa haft Winehouse og eiginmann hennar, Blake Fielder-Civil, í vist í nokkra daga en var öllum lokið þegar þau komu inn í herbergi hennar og sáu blóð og ælu upp um gólf og veggi herbergsins.

Justin og Timbaland héldu óvænta tónleika í Las Vegas

Gestir skemmtistaðarins Jet í Las Vegas fengu óvæntann glaðning í sinn snúð í gærkvöldi því tónlistarmennirnir Justin Timerlake og Timbaland stigu óvænt á stokk þar í gærkvöld og fluttu nokkur af sínum frægustu lögum. Þeir Timberlake og Timbaland birtust skyndilega í plötusnúðabúrinu með míkrafóna í hönd og hófu að ávarpa mannfjöldann við mikinn fögnuð gesta.

Birkhead og Stern sagðir samkynhneigðir ástmenn

Þótt langt sé um liðið síðan kynbomban Anna Nicole Smith féll frá er farsanum í kring um hana langt frá því að vera lokið. Nú er í bígerð bók um síðustu daga Önnu Nicole og áhrif tveggja manna á dauða hennar, þeirra Larry Birkhead og Howard K. Stern sem báðir gerðu báðir tilkall til Dannielynn, dóttur Önnu Nicole. Í bókinni, sem er skrifuð af blaðamanni MSNBC, Ritu Crosby, er því haldið fram að Birkhead og Stern hafi verið samkynhneigðir ástmenn.

Owen Wilson kominn heim af spítalanum

Leikarinn Owen Wilson hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi, minna en viku eftir að hann var lagður inn eftir að hafa reynt sjálfsmorð á heimili sínu í Santa Monica. Vinir leikarans og fjölskyldumeðlimir eru sagðir vera þétt við hlið Wilson og dvelji hjá honum allann sólarhringinn.

James Bond er genginn út

James Bond stjarnan Daniel Craig mun vera genginn út. Hann ku hafa trúlofast kærustu sinni, kvikmyndaframleiðandanum Satsuki Mitchell fyrir helgina. Mun hann hafa farið á hnéin á meðan skötuhjúin voru í frí á Ítalíu í síðustu viku.

Höfðar mál gegn „Joey“

Camille Cerio, fyrrverandi umboðsmaður leikarans Matt LeBlanc, hefur höfðað mál gegn honum. Segir hún að leikarinn skuldi sér að minnsta kosti rúmar sextíu milljónir króna.

Hulk ræður lögfræðing fyrir soninn

Bandaríski glímukappinn Hulk Hogan hefur ráðið lögfræðinginn J. Kevin Hayslett til þess að verja son sinn Nick en hann á að mæta fyrir rétt 10. september næstkomandi. Nick er gefið að sök að hafa farið í kappakstur á hraðbraut í Flórída með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bílnum og klessti á pálmatré.

Victoria Beckham grátbiður mömmu um hjálp með börnin

Victoria Beckham hefur grátbeðið mömmu sína um að gerast barnfóstra hjá sér eftir að tvær fyrrverandi fóstrur hjá henni gengu á dyr með skömmu millibili. Að sögn blaðsins News Of The World er Victoria örvæntingarfull því Jackie Adams móðir hennar er ein af fáum sem hún treystir fyrir börnum sínum.

Á Akrafjall eftir hvern sigurleik

Katrín Leifsdóttir, heimilisfræðikennari í Grundaskóla á Akranesi og móðir Páls Gísla Jónssonar markvarðar Skagaliðsins í knattspyrnu, hefur í sumar gengið upp á Háahnúk á Akrafjalli í hvert skipti sem liðið ber sigur úr býtum í leikjum Landsbankadeildarinnar. Hún segir hugmyndina nánast úr lausu lofti gripna.

Clooney ætlar að kjósa Obama

George Clooney er afar hrifinn af bandaríska forsetaframbjóðandanum Barack Obama, ef marka má orð hans á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í vikunni. "Ég vill endilega að hann verði forseti," sagði Clooney á blaðamannafundi en hann hefur mætt á stuðningsmannafundi hjá Obama og greitt í kosningasjóð hans. Clooney segist hafa verið í sama herbergi og nokkrar rokkstjörnur í gegn um tíðina en ekkert jafnist á við nærveru Obama. "Nærvera hans er ótrúleg. Hann yrði frábær forseti"

Sonur Helenu Christensen er skáksnillingur

Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen geislar af gleði þessa daganna þar sem í ljós hefur komið að Mingus, sjö ára gamall sonur hennar, er skáksnillingur. Hefur honum þegar verið boðin staða í bandaríska skáklandsliðinu.

Birna aftur í Háskólann með bleikt pennaveski

Birna Þórðardóttir hefur aftur nám við Háskóla Íslands nú á mánudag en hún ætlar sér að læra ítölsku til BA-prófs. Birna segir að hún hafi mætt í skólann í gær, með bleikt pennaveski, og aðra hluti sem skólastúlkur þurfa að hafa með sér, en þá var námið kynnt nemendum.

Veggspjald Veðramóta bannað í MR

„Við vorum að keyra út plakatið fyrir kvikmyndina Veðramót og höfðum farið í flestalla framhaldsskóla höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA.

Sjá næstu 50 fréttir