Lífið

Campbell opnar sig

MYND/Getty

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell viðurkennir að hafa leitað í ávanabindandi efni eftir morðið á vini hennar Gianni Versace.

Naomi segir að morðið á tískukonunginum hafi ýtt á sjálfseyðingarhnapp hennar. "Ég varð fyrir miklu áfalli þegar hann var myrtur. Ég djammaði þegar mér sýndist og kláraði öll batteríin, segir hún í viðtali við BBC1 þáttinn "You Can't Fire Me I'm Famous." "Djammið kom mér tilfinningalega á botninn," heldur hún áfram.

Í þættinum er Campbell spurð út í atvik sem komst í hámáli fyrir nokkru þegar hún kastaði síma í aðstoðarkonu sína. "Ég er með skap eins og aðrir en samfélagsþjónustan sem ég þurfti að inna af hendi í kjölfarið ýtti við mér og neyddi mig til að þroskast," segir hin yfirvegaða fegurðardís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.