Lífið

Leikhópur fatlaðra setur upp Gaukshreiðrið

Úr Fílamanninum sem leikhópurinn setti upp árið 2004
Úr Fílamanninum sem leikhópurinn setti upp árið 2004 MYND/Halaleikhópurinn

Halaleikhópurinn sem er leikhópur fatlaðra er um þessar mundir að hefja æfingar á Gaukshreiðrinu og er stefnt að frumsýningu í janúar. Leikhópurinn hefur starfað í tólf ár og er með sýningaraðstöðu í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 12.

Guðjón Sigvaldason mun leikstýra verkinu en hann hefur unnið með hópnum áður og meðal annars sett upp Kirsuberjagarðinn og Fílamanninn.

Guðjón segir hópinn ekki ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur en hann átti hugmyndina að því að taka Gaukshreiðrið fyrir. Guðjón segir marga innan hópsins þekkja kerfið og hinar ýmsu stofnanir af eigin raun. Hann segir það leggjast vel í leikarana að túlka aðstæður geðsjúkra á sjöunda áratugnum en í leikhópnum eru nokkrir geðfatlaðir.

Leikhópurinn er opinn öllum áhugamönnum og eru nokkrir ófatlaðir meðlimir. Um tuttugu leikarar verða í sýningunni en að henni standa um fjörtíu manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.