Lífið

Blóð og æla upp um alla veggi á hótelherbergi Winehouse

Starfsfólk Jade Mountain Resort á St. Lucia segir að Amy Winehouse hafi skilið hótelherbrgi sitt í rúst þegar hún yfirgaf svæðið í vikunni. Starfsfólkið var við öllu búið eftir að hafa haft Winehouse og eiginmann hennar, Blake Fielder-Civil, í vist í nokkra daga en var öllum lokið þegar þau komu inn í herbergi hennar og sáu blóð og ælu upp um gólf og veggi herbergsins.

"Þetta var hræðilegt. Hún hlýtur að hafa kastað upp mörgum sinnum. Og það var blóð í ælunni," sagði einn starfsmaðurinn. Hótelið bauðst til að senda Winehouse lækni en hún hafnaði því. Sagðist vera í fínu lagi.

Winehouse er einmitt stödd á St. Lucia því hún neitaði að fara að ráðum fjölskyldu og vina í Englandi sem sögðu henni að fara í meðferð við eiturlyfjafíkn sinni. Hún tók það heldur ekki í mál og stakk þess í stað af til St. Lucia.

Það verða samt ekki mörg hótel sem taka við henni þar lengur eftir uppákomuna á Jade hótelinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.