Lífið

Moss komin með nýjan rokkara upp á arminn

Hince ásamt sambýliskonu sinni sem mun þó ekki vera kærasta hans
Hince ásamt sambýliskonu sinni sem mun þó ekki vera kærasta hans MYND/Getty

Svo virðist sem Kate Moss sé loksins búin að losa sig við dóphausinn Pete Doherty fyrir fullt og allt. Hún hefur verið að hitta Jamie nokkurn Hince sem er gítarleikari í hljómsveitinni The Kills.

Parið sást saman á bar í Notting Hill um helgina og voru þau meðal annars í félagi við leikkonuna Siennu Miller. Nóttin dróst á langinn og var að sögn viðstaddra mikið drukkið.

 

Moss tekur gleði sína á nýMYND/Getty

Hince mun þrátt fyrir fylleríið vera alger andstaða Doherty. Hann hefur til að mynda aldrei komist í kast við lögin. Hann segist sjálfur vera ómannblendin keðjureykjandi grænmetisæta.

Hince býr með Alison Mosshart sem einnig er hljómsveitarmeðlimur í The Kills. Mörgum kann að þykja það undarlegt fyrirkomulag en þau eru ekki par.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.