Lífið

Zellweger og McCartney á annað stefnumót

MYND/Getty

Renee Zellweger og bítill Pau McCartney sáust skemmta sér saman á tónleikum um daginn og byrjuðu sögur strax að kvissast út um að eitthvað væri á milli þeirra. Þær sögur fengu byr undir báða vængi í gær þegar sást til þeirra borða saman við kertaljós á Sag Harbour hótelinu í New York.

 

Ungur í andaMYND/Getty

Zellweger  sem er 38 ára, eða jafn gömul elstu dóttur McCartey, var fyrst á staðinn og tók frá borð við arininn. Hinn 65 ára gamli McCartney mætti stuttu síðar. Skötuhjúin föðmuðust innilega bæði þegar þau heilsuðust og kvöddust.

Hótelið er afar vinsælt hjá stjörnunum og þekkt fyrir einstaklega rómantískt umhverfi. Sjónarvottar sögðu "vinina" þó hafa farið heim í sitt hvoru lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.