Lífið

Noruh sýnd óvirðing?

MYND/Getty

FL-Group hélt boðsgestum á tónleikum Noruh Jones fyrirpartí í Laugardalshöll í gærkvöldi. Gestunum virðist hafa líkað boðið það vel að þeir sáu sér ekki fært að vera mættir út í sal þegar M. Ward hóf upphitun fyrir Jones. Öllum að óvörum þá tók söngkonan nokkur lög með honum en hún og Ward eru góðir vinir.

Það vakti athygli viðstaddra að stórt skarð var fremst í salnum þar sem boðsgestum var ætlað að sitja og veltu menn því fyrir sér hvort söngkonunni hafi með þessu verið sýnd óvirðing. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi FL-Group, vildi ekki kannast við það og sagði að boðsgestum hafi verið frjálst að ganga inn í sal hvenær sem er. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hvort Jones hafi mislíkað fámennið í byrjun.

Á heildina hlýddu tæplega þrjú þúsund manns á ljúfa tóna söngkonunnar í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.