Lífið

Lohan féll á lyfjaprófi

Lindsay Lohan virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að vinna bug á eiturlyfjafíkn sinni.
Lindsay Lohan virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að vinna bug á eiturlyfjafíkn sinni.

Lindsay Lohan hefur fengið eitt tækifæri í viðbót til að haga sér eins og ætlast er til á meðferðarstofunni í Utah þar sem hún dvelur nú, en hún féll á lyfjaprófi sem tekið var af henni í vikunni. Lohan hefur verið vöruð við því að lyfjapróf verði tekin án nokkurs fyrirvara og henni verði hent út ef næsta próf sýni jákvæðar niðurstöður.

Lohan hefur verið í meðferð í rúma viku og að sögn heimildarmanna hefur hegðun hennar verið afar slæm. Hún skrópar á fundi, neitar að borða og vill engin samskipti hafa við nokkurn mann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.