Lífið

Kalli á þakinu

Karl tekur til hendinni heima fyrir
Karl tekur til hendinni heima fyrir MYND/365

Athafnamaðurinn Karl Wernersson ætlar að taka til hendinni og ráðast í ýmiskonar breytingar á einbýlishúsi sínu við Engihlíð 9. Hann hefur fengið samþykki borgarráðs fyrir því að byggja steinsteypta viðbyggingu við kjallara og fyrstu hæð á austurhlið hússins, gera nýja þakkanta með innsteyptri rennu, gera nýjar svalir við norðurhlið á annarri hæð, breyta þaki á bílgeymslu og endursteina allt húsið með gráum steini.

Karl hefur tvö ár til að ljúka utanhúss- og lóðarfrágangi en hann hefur ráðið til sín bæði hönnuði og byggingaverkamenn sem munu eflaust sjá til þess að allt verði klappað og klárt á sem skemmstum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.